Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Utanríkisráðuneytið

Fimmtíu ára afmæli EFTA

50 ára afmæli EFTA
EFTA-Logo-50th-Large

Í tilefni 50 ára afmælisins standa utanríkisráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fyrir ráðstefnu 23. júní 2010 undir heitinu "Efnahagshrunið og alþjóðaviðskipti". Jagdish Bhagwati, hagfræðingur og prófessor við Columbia háskólann í New York verður aðalfyrirlesari. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, opnar ráðstefnuna. Aðrir ræðumenn verða Kåre Bryn, aðalframkvæmdastjóri EFTA, Per Sanderud, forseti eftirlitsstofnunar EFTA og Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, stýrir pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér (pdf skjal).

Ráðstefnan fer fram á ensku. Smelltu hér til þess að skrá þátttöku.

Árlegur sumar ráðherrafundur EFTA verður haldinn í Reykjavík 24. júní 2010. Ráðgert er að undirritaðir verði tveir nýir fríverslunarsamningar, við Perú og Úkraínu. Þátttakendur í ráðherrafundi EFTA, auk Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, formanns EFTA-ráðherraráðsins, verða Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Trond Giske, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Doris Leuthard, forseti Sviss og efnahagsmálaráðherra.

Aðild Íslands að EFTA hefur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, á sviði vöruviðskipta, þjónustuviðskipta og fjárfestinga. Aðildin hefur m.a. tryggt frjálsan aðgang að mörkuðum í um 30 ríkjum um allan heim, auk frjáls aðgangs að mörkuðum Evrópusambandsins með EES-samningnum og milli EFTA-ríkjanna sjálfra.

Á heimsvísu eru sameiginleg vöruviðskipti EFTA-ríkjanna í 10. sæti eftir verðmæti og þjónustuviðskipti í 5. sæti.  EFTA-ríkin eru 3. stærsti vöruviðskiptavinur  Evrópusambandsins og sá 2. stærsti í þjónustuviðskiptum. Sjá nánar með því að smella hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum