Hoppa yfir valmynd
8. mars 2013 Innviðaráðuneytið

Stuð í strætó - ráðstefna um almenningssamgöngur sem raunhæfan kost

Innanríkisráðuneytið efnir miðvikudaginn 20. mars til ráðstefnu um almenningssamgöngur um land allt. Fjallað verður um nýja stefnu í samgönguáætlun og snýst um endurskipulagningu almenningssamgangna innan sveitarfélaga og milli sveitarfélaga. Ráðstefnan mun standa frá kl. 10 til 13.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar samgöngufyrirtækja og fulltrúar yfirvalda fjalla um ýmsar hliðar málsins og hefst ráðstefnan með setningarávarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra klukkan 10. Nefnir hann ávarp sitt: Samferða skynseminni og mun hann fjalla um þær  áherslubreytingar og stefnumótun sem fram koma í núgildandi samgönguáætlun. 

Að loknu ávarpi ráðherra verða flutt nokkur stutt erindi um hinar ýmsu hliðar almenningssamgangna. Fjallað verður um hvort almenningssamgöngur eru raunhæfur kostur um land allt, hvernig Strætó bs. nýtir framlag ríkisins til almenningssamgangna og rætt verður um þá reynslu sem fengist hefur af endurskipulagningu almenningssamgangna á Austurlandi og í Eyjafirði. Þá verður fjallað um umhverfismál og samgöngustefnu og í lokin mun Ari Eldjárn fjalla um efnið stuð í strætó eins og hann metur það.

Ráðstefnan fer fram á Radisson BLU Hótel Sögu í Reykjavík miðvikudaginn 20. mars og stendur milli kl. 10 og 13. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tilkynningu á netfangið [email protected] eigi síðar en mánudaginn 18. mars.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum