Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Haítí
Stjórnmálasamband við Haítí

Fastafulltrúar Íslands og Haítí hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Léo Mérorés, undirrituðu í New York föstudaginn 18. nóvember yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Haítí er eyríki á vestari helmingi eyjunnar Hispaníólu með landamæri að Dóminíska lýðveldinu. Haítí er fyrrum nýlenda Frakklands og öðlaðist sjálfstæði árið 1804. Landið byggja rúmlega átta milljónir íbúa.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum