Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Þjóðskrá Íslands (Reykjavík) - mynd

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.

Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, mun á sama tímabili leysa Aðalstein af sem forstjóri Byggðastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum