Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Matvælaráðuneytið

Svandís kynnti sér strauma og stefnur í sjávarútvegi

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytis. - mynd

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú er haldinn í þrettánda skipti í Fífunni í Kópavogi.

Í heimsókninni gafst matvælaráðherra tækifæri til að kynna sér starfsemi íslenskra og erlendra fyrirtækja en sýningin var formlega opnuð á miðvikudag af Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytisins.

„Það er í senn ánægjulegt og hvetjandi að sjá þann vöxt og þá miklu nýsköpun sem á sér stað í sjávarútvegi. Fullnýting afurða og sú verðmætaaukning sem henni fylgir sýnir glöggt að íslenskur sjávarútvegur er samkeppnishæfur og í fremstu röð á heimsvísu“ sagði matvælaráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum