Hoppa yfir valmynd
25. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Högni S. Kristjánsson í stjórn ESA

Högni S. Kristjánsson - mynd
Ný stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, var skipuð í dag og tekur hún við um næstu áramót. Högni S. Kristjánsson, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands í Genf, verður fulltrúi Íslands í stjórninni frá og með 1. janúar 2018 og tekur við af Helgu Jónsdóttur.

Forseti stjórnar ESA næstu tvö árin, frá 1. janúar 2018 - 31. desember 2019 verður Bente Angell-Hansen, sem tekur sæti í stjórninni fyrir hönd Noregs. Frank J. Buchel, fyrir hönd Liechtenstein, hefur verið endurskipaður í stjórn ESA.
Eftirlitsstofnun EFTA fylgist með því að EFTA-ríkin, sem eiga aðild að EES, uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum. Auk þessa almenna eftirlitshlutverks hefur eftirlitsstofnunin valdheimildir á sviði samkeppnismála, ríkisstyrkja og opinberra innkaupa.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira