Hoppa yfir valmynd
20. september 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Góður árangur meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C - Næstu skref

  - myndOpinbert átak gegn lifrarbólgu C

Um 600 einstaklingar hafa þegið lyfjameðferð vegna lifrarbólgu C hér á landi frá því að opinbert átak til þriggja ára gegn sjúkdómnum hófst í árbyrjun 2016. Þetta eru um 70-80% þeirra sem taldir eru smitaðir hér á landi. Um 95% þeirra sem ljúka meðferð læknast. 

Átakið byggist á samkomulagi um samstarfsverkefni heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem kynnt var 6. október 2015. Landspítali hefur annast framkvæmd verkefnisins, aðalsamstarfsaðili er sjúkrahúsið Vogur og yfirumsjón með verkefninu hefur verið á hendi sóttvarnalæknis. Í sameiginlegri tilkynningu þessara aðila er fjallað um góðan árangur af verkefninu og næstu skref. Þar kemur fram að meðferðin sem veitt er taki 12 vikur og að aukaverkanir séu engar eða vægar sem sé mikil breyting frá þeirri meðferð sem áður var boðið upp á.

Næstu skref átaksins – Dreifibréf með boði um skimun

Lifrarbólga C er oft einkennalaus og er talið að allt að 20% sjúklinga séu ógreindir og viti ekki af smitinu. Næsta skref átaksins felst í því að ná tilþeirra sem hugsanlega eru smitaðir af lifrarbólgu C og bjóða þeim meðferð. 

Eins og fram kemur í tilkynningunni verða dagana 18. – 22. september send dreifibréf inn á öll heimili í landinu þar sem fjallað er um helstu áhættuþætti lifrarbólgu C og þeir sem telja sig í áhættuhópi hvattir til að fara í greiningarpróf sem fá má á öllum heilsugæslustöðvum. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira