Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Framtíð innanlandsflugs til umræðu á Alþingi

Sérstök umræða um framtíð innanlandsflugs á Íslandi fór fram á Alþingi í dag. Einar K. Guðfinnsson var málshefjandi og sagði hann ríkja óvissu um stöðu innanlandsflugs meðal annars vegna umræðna um framtíð Reykjavíkurflugvöll. Einnig taldi hann að hækkanir gjalda á umferð um flugvelli valda mjög auknum byrðum á innanlandsflug og farþega þess.

Rætt var um framtíð innanlandsflugs og Reykjavíkurflugvöll á Alþingi í dag.
Rætt var um framtíð innanlandsflugs og Reykjavíkurflugvöll á Alþingi í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þakkaði fyrir umræðuna og kvaðst telja það grundvallaratriði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram þar sem hann er nú. Hann sagði það myndu hafa gríðarleg áhrif á innanlandsflugið ef starfsemi Reykjavíkurflugvallar yrði flutt til Keflavíkurflugvallar og sagði það vera í andstöðu við þá stefnu sína að fá betra jafnvægi í flutningum á sjó, á landi og í lofti. Um hækkanir á gjöldum á flugvöllum sagði hann að ná yrði meiri tekjum til að geta sinnt eðlilegu viðhaldi á flugvöllum og sagði vissulega rétt að hafa augum opin fyrir áhrifum aukinnar gjaldtöku á flugið og hann kvaðst taka alvarlega varnaðarorð þingmanna þar að lútandi.

Allmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og komu fram bæði sjónarmið um að flugvöllurinn í Vatnsmýri skyldi lagður niður þar sem hagkvæmara væri að nýta Vatnsmýri á annan hátt og að hann yrði þar áfram, ella myndi innanlandsflug nánast leggjast af.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira