Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2024 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um blóðhag fylfullra hryssna

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur skilað skýrslu vegna rannsóknar á blóðhag fylfullra hryssna sem nýttar eru til blóðsöfnunar til matvælaráðuneytisins. Skýrslan hefur verið send Matvælastofnun sem fer með eftirlit með velferð dýra og er mikilvægt innlegg við mat á starfseminni til framtíðar.

Skýrslan er unnin að beiðni matvælaráðuneytisins en skortur hefur verið á ritrýndum og óháðum rannsóknum til að styðjast við við mat á velferð hryssna sem nýttar eru til blóðsöfnunar fyrir vinnslu á lyfjavirkum efnum. Því hefur skort nægilegar forsendur til að meta hvort magn og tíðni blóðtöku sé við hæfi og hvernig tryggja megi heilbrigði og velferð hryssnanna. Rannsóknarspurning varðaði langtímaáhrif, þ.e. hversu vel hryssurnar geti bætt upp vikulega blóðtöku, meðal annars með mótvægisviðbrögðum líkamans.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að lægstu meðalgildi í blóði þeirra hryssna sem voru rannsakaðar hafi verið yfir viðmiðum um blóðleysi. Munur var á blóðhag og mótvægisviðbrögðum gagnvart blóðtapi á milli stóða og á milli landshluta.
Tilraunastöðin að Keldum sá um söfnun, mælingu og skráningu blóðsýna en LandbúnaðarháskóliÍslands sá um hreinsun gagna og tölfræðigreiningu. Skýrslan er liður í að fylgja eftir tillögum starfshóps sem fjallaði um starfsemina og skilaði skýrslu í júní 2022.

Skýrsluna má nálgast hér


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum