Hoppa yfir valmynd
24. maí 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

1200 hugmyndir frá 38 skólum

Handhafar hvatningarverðlauna kennara á Nýsköpunarkeppni grunnskólanna ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Hafsteinsdóttur formaður Samtaka iðnaðarins.  - mynd
Uppskeruhátíð Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram á dögunum og voru þar kynntar verðlaunatillögur ársins 2019. Hugmyndasamkeppni þessi er skipulögð árlega fyrir nemendur í 5.-7. bekk íslenskra grunnskóla. Markmið hennar er að virkja sköpunarkraft barna í landinu og gefa þeim tækifæri til þess að þroska hann gegnum vinnu við eigin hugmyndir. Að þessu sinni bárust yfir 1200 hugmyndir frá 38 skólum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti á uppskeruhátíð keppninnar sérstök hvatningarverðlaun til kennara fyrir framlag þeirra til nýsköpunarkennslu en þau hlautu Halla Leifsdóttir kennari í Breiðagerðisskóla og Þórdís Sævarsdóttir kennari í Dalskóla.

Sköpunarkraftur, hugvit og útsjónarsemi einkenndi þær hugmyndir sem dómnefnd valdi til að taka þátt í vinnusmiðjum keppninnar þetta árið. Um 40 nemendur hvaðanæva af landinu komu saman í Háskólanum í Reykjavík um liðna helgi til þess að þróa sín verkefni og fræðast um frumkvöðlastarf.

Meðal þeirra verkefna sem unnið var með voru hækkanlegur snagi, hallanlegur hjólastóll, stærðfræðikennslusmáforrit. Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba nemendur úr 6. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem hannað hafa Hafragrautsuppáhellarann – tímastillta grautargerðarvél sem margir gætu án ef óskað sér að eignast.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti gengst fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en Nýsköpunarmiðstöð Íslands sér um rekstur hennar og skipulag í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins og o.fl. aðila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum