Hoppa yfir valmynd
30. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Samráðsfundur um breytingar á lögræðislögum

Innanríkisráðuneytið efndi í vikunni í til óformlegs fundar um breytingar á lögræðislögum sem taka eiga gildi í byrjun næsta árs og snerta nauðungarvistanir. Ein breytingin felst í því að frá áramótum verður eingöngu heimilt að svipta mann lögræði tímabundið. Breytingar er snerta nauðungarvistanir fela meðal annars í sér að ákvörðum læknis um að vista mann nauðugan á sjúkrahúsi má standa í allt að 72 klukkustundir. Ef talið er nauðsynlegt að halda sjúklingi nauðugum lengur verður að óska eftir samþykki sýslumanns fyrir nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring.

Frá kynningarfundi um breytingar á lögræðislögum.
Frá kynningarfundi um breytingar á lögræðislögum.

Fundinn sátu fulltrúar ýmissa aðila sem tengjast málum sem þessum, bæði opinberra stofnana og félagasamtaka. Farið var yfir helstu breytingar á lögræðislögunum sem snerta nauðungarvistanir. Í kjölfarið urðu síðan umræður um efnið.

Meðal þess sem fram kom var að ákvæði er nú í lögunum um að beiðni um nauðungarvistun getur aðeins komið frá félagsþjónustu sveitarfélags en ekki lengur frá ættingjum. Bakvakt þarf að vera fyrir hendi hjá félagsþjónustu sveitarfélags utan venjulegs vinnutíma svo og hjá sýslumanni sem tekur við beiðnum um nauðungarvistanir en breyting á reglugerð er nú í undirbúningi sem felur sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu að taka við verkefnum er varða nauðungarvistanir. Þau hafa til þessa verið hjá ráðuneytinu en breytingin á að taka gildi um næstu áramót. Ráðgjöf og stuðningur til handa þeim nauðungarvistaða og aðstandendum skal standa til boða í kjölfar nauðungarvistunar og verður nánari framkvæmd þess ákveðin með reglugerð.

Frá kynningarfundi um breytingar á lögræðislögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum