Hoppa yfir valmynd
6. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisvarpið - 1. þáttur. Utanríkisstefnan - Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Sveinn H. Guðmarsson fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. - mynd

10. apríl næstkomandi verða áttatíu ár liðin frá því að Ísland tók meðferð utanríkismála í eigin hendur og utanríkismáladeild Stjórnarráðsins gerð að utanríkisráðuneyti. Markar þessi tímapunktur upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar. Í tilefni af þessum tímamótum lítur nú Utanríkisvarpið - hlaðvarp utanríkisþjónustunnar - dagsins ljós. Fyrsti gestur Utanríkisvarpsins er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Í þættinum ræða þeir Sveinn H. Guðmarsson vítt og breitt um utanríkisstefnu Íslands og áherslur ráðherra í þeim efnum, meðal annars út frá utanríkisviðskiptum, þróunarsamvinnu, öryggis- og varnarmálum og heimspólitíkinni almennt. Nýr þáttur lítur dagsins ljós á hálfsmánaðar fresti næstu mánuðina þar sem verkefnum utanríkisþjónustunnar verða gerð skil frá ýmsum hliðum. Upphafsstef: Daði Birgisson.

Einnig má nálgast þættina á helstu hlaðvarpsveitum, t.d. Soundcloud og Spotify.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum