Hoppa yfir valmynd
5. október 2012 Utanríkisráðuneytið

Unnið að gerð alþjóðasamnings um aðstoð vegna olíumengunar á norðurslóðum

Í næstu viku hittast um 70 fulltrúar allra norðurskautsríkjanna á þriggja daga fundi í Reykjavík til að vinna að lagalega bindandi samkomulagi um gagnkvæma aðstoð, komi til olíumengunar í hafi á norðurheimskautssvæðinu. Í ljósi aukinna siglinga og olíuvinnslu á svæðinu ákváðu utanríkisráðherrar ríkjanna, á síðasta ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Nuuk í maí 2011, að ráðast í gerð samningsins.

Helsti ávinningurinn af samningnum þegar hann liggur fyrir, felst í skuldbindingum um gagnkvæma aðstoð, aukið samstarf, æfingar og upplýsingamiðlun milli viðbragðsaðila á svæðinu. Ríkin búa yfir margvíslegri sérþekkingu og búnaði til að bregðast við olíumengun á fjarlægum, köldum eða ísilögðum hafsvæðum. Samningurinn getur því orðið mikilvægur liður í að auka samvinnu norðurskautsríkjanna og er mikið hagsmunamál fyrir Ísland sem reiðir sig á hreinleika hafs og stranda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum