Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Óskað eftir fleirum á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

Landspítali - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Um 120 einstaklingar úr tíu heilbrigðisstéttum eru nú skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstofnanir, einkum Landspítali, eru nú undir miklu álagi vegna Covid-19 og því þörf á frekari stuðningi við mönnun. Heilbrigðisráðuneytið hvetur heilbrigðisstarfsfólk sem vill og getur ráðið sig til tímabundinna starfa í heilbrigðisþjónustu ef eftir því er óskað, til að skrá sig í bakvarðasveitina. Sérstaklega er óskað eftir hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum á skrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum