Hoppa yfir valmynd
22. desember 2015 Innviðaráðuneytið

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016.

Við útreikning framlaganna skiptast 85% hlutfallslega miðað við jöfnun á grunni stuðningsþarfar, 14% hlutfallslega miðað við jöfnun á grunni eigin útsvars og 1% hlutfallslega miðað við fjarlægðir innan þjónustusvæða og fjölda sveitarfélaga á þjónustusvæðum.

Áætluð útgjaldaþörf þjónustusvæða nemur samtals 14.987 m.kr. á árinu 2016. Þar af nemur áætlun útsvarstekna vegna 0,25% hlutdeildar þjónustusvæða í útsvarsstofni vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016 alls 2.927 m.kr. Mismunur áætlaðrar útgjaldaþarfar og áætlaðra útsvarstekna þjónustusvæða eru áætluð almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016.

Jafnframt fer fram leiðrétting á framlögum ársins 2014 á grundvelli endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2014 og kemur leiðréttingin til viðbótar áætluðum almennum framlögum ársins 2016. Leiðréttingin nemur 70 m.kr. og nema áætluð framlög næsta árs því 12.130 m.kr.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,99% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar og tekna sjóðsins af 0,235% af innheimtum skatttekjum ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum