Hoppa yfir valmynd
14. september 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur skipaður um endurmenntun atvinnubílstjóra

Skipaður hefur verið starfshópur um endurmenntun atvinnubílstjóra sem stunda akstur með farþega og vörur. Er hópnum ætlað að skila tillögum að reglum um hvernig hátta skuli endurmenntun sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti.

Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga sem verður lagt fram á nýbyrjuðu þingi er ákvæði um að ökumenn sem starfa við fólks- og vöruflutninga skuli gangast undir endurmenntun á fimm ára fresti. Ákvæðið á rætur að rekja til tilskipunar ESB sem leidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr.760/ 2006 og er það þess eðlis að mæla verður fyrir um efni þess í lögum. Markmiðið með vinnu starfshópsins er að leita leiða til að tilskipunin hafi sem vægust áhrif á íslenskt atvinnulíf og atvinnubílstjóra sem starfa hér á landi, meðal annars með tilliti til kostnaðar, skipulags og tilhögunar námsins.

Innanríkisráðherra ákvað í framhaldi af fundi með hagsmunaaðilum nýverið að skipa starfshópinn en í honum sitja fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Umferðarstofu auk ráðuneytsisins. Starfshópurinn hélt fyrsta fund sinn í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira