Hoppa yfir valmynd
19. september 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fundað um viðbrögð við tilraunum til að brjótast inn á hafnarsvæði og um borð í skip

Innanríkisráðherra átti á mánudag samráðsfund með fulltrúum Eimskipafélags Íslands hf., Siglingastofnunar Íslands, ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafna. Tilefni fundarins var að ræða ábendingar sem fram komu í bréfi Eimskipafélagsins til ráðuneytisins, dags. 16. júlí sl. m.a. vegna ítrekaðra tilrauna erlendra einstaklinga til að brjótast inn á hafnarsvæði félagsins og um borð í skip þess.

Á fundinum voru ræddar leiðir til úrbóta auk þess sem farið var yfir hvort skoða þyrfti breytingar á lögum eða reglugerðum. Ljóst er að um er að ræða þröngan hóp einstaklinga sem reynir ítrekað að brjótast inn á hafnarsvæðið í þeim tilgangi að komast um borð í skip vestur um haf. Niðurstaða fundarins varð sú að mikilvægt væri að þeir aðilar sem að málunum koma hafi náið samstarf um það hvernig leysa mætti þann vanda sem hér er við að etja.  

Innanríkisráðuneytið hefur af þessu tilefni óskað eftir því að siglingaverndarráð verði kallað saman til að fara heildstætt yfir málið og koma með tillögur að úrbótum eigi síðar en 1. október nk. Að því búnu mun ráðuneytið í samráði við hlutaðeigandi og Útlendingastofnun ákveða næstu skref.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira