Hoppa yfir valmynd
2. maí 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherrar fá viðurkenningu forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar

Upphaf Hjólað í vinnuna
Hér eru þau sem hófu átakið í morgun: Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra

Við upphaf átaksins Hjólað í vinnuna í morgun var þeim Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra afhentar viðurkenningar Jacques Rogge, forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar fyrir stuðning þeirra við almenningsíþróttir.

Hjólað í vinnuna er keppni milli fyrirtækja um allt land og er markmið hennar að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Það er ÍSÍ sem gengst fyrir keppninni og er hún nú haldin fimmta árið í röð. Keppnin stendur yfir dagana 2. til 22. maí og eru allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu gjaldgengir sem þátttakendur, hvort sem þeir hjóla, skokka, ganga og nota línuskauta. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð. Starfsmenn sem vilja vera með í keppninni taka sig saman og mynda keppnislið á hverjum vinnustað og sér liðsstjóri um að skrá hvert lið til þátttöku. Liðsstjóri sér einnig um að skrá daglegan árangur liðsins inn á netið. Keppt er í tveimur greinum, annars vegar er keppt um það hvaða lið skilar hlutfallslega flestum þátttökudögum, en hins vegar er keppt um hvaða lið leggur að baki hlutfallslega flesta kílómetra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum