Hoppa yfir valmynd
4. september 2013 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína á fundi í innanríkisráðuneyti

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Liu Yuting, heimsótti innanríkisráðuneytið í dag, ásamt föruneyti. Í ráðuneytinu tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu, Steinunn Valdís Óskarsdóttir sérfræðingur, Björn Freyr Björnsson lögfræðingur og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

Kínverskur ráðherra iðnaðar og viðskipta heimsótti innanríkisráðuneytið.
Kínverskur ráðherra iðnaðar og viðskipta heimsótti innanríkisráðuneytið.

Á fundinum kynnti ráðuneytisstjórinn gestuinum helstu verkefni ráðuneytisins og stöðu neytendamála hér á landi. Fundurinn er framhald undirritunar samkomulags milli Kína og Íslands um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar sem undirritaður var í febrúar síðastliðnum. Á fundinum var ákveðið að bæta við samkomulagið upplýsingaskiptum vegna vöruöryggis og mun innanríkisráðuneytið hefja undirbúning þess á næstu vikum.

Kínverskur ráðherra iðnaðar og viðskipta heimsótti innanríkisráðuneytið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum