Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2018 Innviðaráðuneytið

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags fyrir síðasta ár.

Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2017, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Heildarúthlutun framlagsins í ár nemur 4.508,7 m.kr. Nú þegar hafa 4.292,0 m.kr. komið til greiðslu. Eftirstöðvar framlagsins að fjárhæð 216,8 m.kr. komu til greiðslu miðvikudaginn 27. desember.

Tekjujöfnunarframlög 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2017, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna á árinu 2016.

Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur 1.250,0 m.kr. Um ¾ hlutar framlaganna að fjárhæð 937,5 m.kr. komu til greiðslu í október. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 312,5 m.kr. komu til greiðslu miðvikudaginn 27. desember.

Útgjaldajöfnunarframlög 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2017, skv. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Vegna verulegrar hækkunar á tekjum Jöfnunarsjóðs af 2,12% lögbundinni hlutdeild sjóðsins í innheimtum skatttekjum ríkissjóðs hefur heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár verið hækkuð um 1.950 m.kr. eða um 27% frá áætlun ársins. Nema framlögin samtals 9.806,6 m.kr. þar af eru framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli á árinu samtals að fjárhæð 750,0 m.kr. Til greiðslu á árinu hafa komið samtals 6.693,0 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 2.507,0 m.kr. komu til greiðslu fimmtudaginn 28. desember. Meðtalin í þeirri greiðslu eru viðbótarframlög vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli á árinu 2017 umfram tekjur að fjárhæð 175,0 m.kr. Jafnframt er meðtalið greiðsla sérstaks framlags vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 606,6 m.kr og kom til greiðslu 7. júlí síðastliðinn.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum