Hoppa yfir valmynd
25. september 2008 Félagsmálaráðuneytið

Atvinnuþátttaka eldra fólks er mikilvæg

Þátttaka eldra fólks á vinnumarkaði er og verður áfram lykill að velferð samfélagsins sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, á ráðstefnu verkefnisstjórnar 50+ sem haldin var í dag undir yfirskriftinni: Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða.

Ráðherra sagði vísbendingar um að hátt hlutfall atvinnuþátttöku hér á landi muni minnka verði ekkert að gert og þessi þróun hefði þegar átt sér stað víðast hvar í löndunum í kringum okkur.

„Þetta er mjög alvarleg þróun, en ástæðurnar að baki henni eru eflaust margþættar. Afleiðingarnar eru þekktar. Eftir því sem fjölgar í hópi þeirra sem fara snemma á eftirlaun minnka skattstofnar ríkisins, þungi á lífeyriskerfin eykst og framleiðni minnkar. Okkur Íslendingum ber að skoða dæmin sem hræða, læra af þeim og gera hvað við getum til að halda í þá sérstöðu sem við höfum haft í þessum efnum.“

Ráðherra minnti á að öll mismunun fólks er óheimil og því alveg ljóst að ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaði eftir aldri, kyni eða öðrum þáttum. Þetta er þó ekki einungis mannréttindamál. Það er einnig bráðnauðsynlegt fyrir framtíð atvinnulífsins og samfélagsins að glata ekki reynslu og verkþekkingu þeirra sem eldri eru. Of mikil einsleitni er líka óæskileg. Rétt eins og það hefur sýnt sig að aukin þátttaka kvenna í stjórnum fyrirtækja styrkir stöðu þeirra tel ég ástæðu til að ætla að breið aldurssamsetning starfsfólks á vinnustöðum sé yfirleitt miklu fremur til þess fallin að styrkja þau en veikja.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur á ráðstefnu verkefnisstjórnar 50+ á AkureyriEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira