Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Yfirlýsing frá atvinnuvegaráðuneyti

Í ljósi yfirlýsingar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér 3. apríl sl. vill atvinnuvegaráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

  • Gagnabeiðnum frá samtökunum í tengslum við frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald hefur verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög.

  • Samtökunum hafa verið afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir og falla undir afhendingarskyldu fyrrgreindra laga. Vinnugögn og gögn sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eru undanskilin afhendingarskyldu.

  • Frá því í febrúar sl. hefur ráðuneytið átt þrjá fundi með samtökunum vegna fyrirhugaðrar leiðréttingar á veiðigjaldi auk annarra formlegra og óformlegra samskipta. Samtökin svöruðu ekki boði um fund sem boðaður var 1. apríl sl. þar sem til stóð að fara yfir útreikninga sem liggja að baki ákvörðunar veiðigjaldsins.

  • Ákveðið var að veita viku umsagnarfrest í samráðsgátt enda brýnt að koma málinu sem fyrst til Alþingis og er það í samræmi við fyrirmæli í samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Aftur gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið við þinglega meðferð þess.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta