Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2003 Utanríkisráðuneytið

Breyting á reglum um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna

Nr. 042

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í tilkynningu, sem utanríkisráðuneytinu hefur borist frá bandarískum stjórnvöldum, kemur fram að frá 1. október 2003 þurfa allir sem ferðast til Bandaríkjanna án áritunar, að framvísa vegabréfi sem hægt er að lesa upplýsingar úr með rafrænum hætti. Á Íslandi var farið að gefa út slík vegabréf þann 1. júní 1999 og eru þau frábrugðin eldri útgáfu m.a. að því leyti að síða þrjú í vegabréfinu er klædd hörðu plasti. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna eftir 1. október 2003 með eldri útgáfu af vegabréfi verða að hafa gilda vegabréfsáritun útgefna af sendiráði Bandaríkjanna.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. apríl 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum