Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Heimsókn heilbrigðisráðherra til Embættis landlæknis

Alma D. Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndMynd: Embætti landlæknis

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Embætti landlæknis þar sem starfsfólk kynnti starfsemi embættisins og helstu verkefni. Ráðherra átti jafnframt fund með framkvæmdastjórn embættisins.

 

Embætti landlæknis gegnir fjölþættu hlutverki og er meðal annars ráðherra, stjórnvöldum, fagfólki og almenningin til fræðslu og ráðgjafar á víðtæku sviði heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og sóttvarna. Meðal meginhlutverka embættisins eru eftirlits- og gæðaþróunarhlutverk þess. Nýlega var kynnt opinberlega áætlun Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Þetta er fyrsta áætlun embættisins þessa efnis og hefur hún verið staðfest af heilbrigðisráðherra líkt og lög kveða á um. Áætluninni er ætlað að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að þróun hennar. Heilbrigðisráðherra segir þessa áætlun Embættis landlæknis, ásamt heilbrigðisstefnu til ársins 2030, sem lögð verður fyrir Alþingi á næstu dögum verða mikilvægan hornstein heilbrigðiskerfisins. Þar komi fram mikilvæg viðmið og leiðbeiningar um grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstefnan og áætlun Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 verða einnig mikilvægur grundvöllur fyrir allt annað starf embættisins sem starfar á grundvelli laga um landlæknis og lýðheilsu.

  • Þórólfur Guðnason ræðir um sóttvarnir sviði - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum