Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda á Íslandi í næstu viku í boði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands - mynd

Þriðjudaginn 20. ágúst nk. koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins. Þá verður fundað með leiðtogum Álandseyja og Grænlands. 

Á fundunum verður m.a. fjallað um loftslagsmál og umhverfismál almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni Norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafnréttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál. Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun.

Í tengslum við leiðtogafundinn mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, jafnframt eiga nokkra tvíhliða fundi, meðal annars með Þýskalandskanslara. Þá verður fundað með hópi norrænna forstjóra, Nordic CEOs for a Sustainable Future. Í hópnum eru 14 fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa tilkynnt um samstarf sitt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Nordic CEOs for a Sustainable Future“.

Fundirnir og heimsóknir sem þeim tengjast verða m.a. í Hörpu, Viðey, við Hellisheiðarvirkjun, á Þingvöllum og á Gljúfrasteini.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira