Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný aðflugsljós á Egilsstaðaflugvelli

Ný aðflugsljós við suðurenda Egilsstaðaflugvallar voru tekin formlega í notkun í dag. Þar með uppfyllir flugvöllurinn kröfur um nákvæmnisaðflug (CAT I) og unnt er að lækka lágmarksfjarlægð úr þúsund metrum í 550 metra sem eykur á nýtingu flugvallarins við erfið veðurskilyrði.

Ný aðflugsljós á Egilsstaðaflugvelli
Ný aðflugsljós á Egilsstaðaflugvelli

Haukur Hauksson, Hermann Hermannsson og Jörundur Ragnarsson, fulltrúar Isavia, kynntu framkvæmdina og kveiktu á ljósunum uppúr hádegi í dag. Skömmu síðar lenti Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands í einni af áætlunarferðum sínum frá Reykjavík.

Ný aðflugsljós á EgilsstaðaflugvelliByrjað var undirbúa verkið árið 2005 og fyrsti búnaðurinn var keyptur árið 2006. Nokkuð hægðist á framkvæmdahraðanum meðal annars vegna efnahagshrunsins. Framkvæmdirnar hófust síðla sumars og lauk þeim á dögunum með prófunum

Ljósin ná 900 metra suður fyrir brautarenda og uppfylla staðla Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO). Brautin uppfyllir einnig fullkomlega staðla vegna blindflugs í flokki CAT 1 og er því sambærileg við flugbrautina á Akureyri eftir síðustu lagfæringar þar.  Ljóst er að ljósin veita töluvert aukið öryggi við lendingar í erfiðum veðurskilyrðum. 

Í allt eru ljósin 166 að tölu, þar af eru 30 sem eru innfelld í flugbrautina og eru  fimm styrkleikastillingar á ljósabúnaðinum. Rafmagnskaplarnir eru 24 km að lengd sem samsvarar vegalengdinni milli Egilsstaðaflugvallar og  Hallormsstaðar.
Heildarkostnaður við verkið er um 120 milljónir króna.

Ný aðflugsljós á EgilsstaðaflugvelliJörundur Ragnarsson, umdæmisstjóri Isavia á Austurlandi, var ánægður með nýju aðflugsljósin. Hann sagði Egilsstaðaflugvöll alþjóðlegan flugvöllur og því gegna veigamiklu hlutverki sem slíkur. Því væru aðflugsljósin mikilvægur búnaður til að uppfylla megi kröfur um öryggi og auka á nýtingu vallarins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira