Hoppa yfir valmynd
11. mars 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um hæfi loftfara og fleira til umsagnar

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Umsagnarfrestur er til 25. mars og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Með reglugerðardrögum þeim sem hér eru til umsagnar eru gerðar breytingar á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

Með breytingunum er annars vegar innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 593/2012 en með henni er m.a. skilgreiningu á ELA1 loftfari breytt. Viðmið hámarksflugtaksmassa (MTOM) ELA1 loftfara breytist frá minni en 1000 kg í 1200 kg og undir. Með þessu fjölgar þeim loftförum sem falla undir kröfur ELA1 loftfara sem eru nokkuð mildari m.a. varðandi lofthæfistaðfestingaskoðun og flókið viðhald. Reglugerðin er innleidd með 7. lið 2. gr. reglugerðardraganna.

Hins vegar eru gerðar breytingar á reglugerð 206/2007 sem ekki eru efnislegar og er þeim breytingum ætlað að vera til hægðarauka og einföldunar. Þar sem reglugerðinni hefur oft verið breytt getur verið flókið að lesa sig í gegnum breytingarreglugerðirnar. Af þeirri ástæðu eru þær felldar úr gildi og kemur hin nýja reglugerð í stað þeirra. Er hér um að ræða 1. gr. reglugerðardraganna sem og 3.-6. tölulið 2. gr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira