Hoppa yfir valmynd
11. júní 2018 Utanríkisráðuneytið

Hæst framlög frá íslenskum almenningi til UNICEF, eins og síðustu fimm árin!

Íslendingar langefstir á lista yfir framlög landsnefnda UNICEF. - mynd

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur í árlegri skýrslu sinni um framlög þakkað Íslendingum fyrir reglubundinn, fyrirsjáanlegan og örlátan stuðning og traust sem Íslendingar sýna UNICEF og verkefnum stofnunarinnar. Líkt og fimm undanfarin ár tróna Íslendingar langefstir á lista þegar horft er til framlaga frá landsnefndum eftir höfðatölu, með 23 bandaríska dali á hvern mannsbarn. Það svarar til 2.487 króna á gengi dagsins.

Þegar opinber framlög til UNICEF bætast við eru Íslendingar komnir upp í 3ja sæti á listanum yfir heildarframlög landsnefnda og ríkisstjórna og hafa tekið fram úr Lúxemborg miðað við listann frá síðasta ári. Noregur og Svíþjóð eru í fyrsta og öðru sæti listans.

Milli áranna 2016 og 2017 hækkuðu framlög Íslendinga upp í 3.01 milljón dala, eða rúmlega 325 milljónir íslenskra króna. Miðað við höfðatölu eru heildarframlög hvers Íslendings, samkvæmt skýrslunni, 25,4 dalir, eða 2.746 krónur.

Ársfundur UNICEF á Íslandi verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 13. júní.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stofnunin berst fyrir réttindum allra barna og sinnir bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Skýrslan (sjá bls. 25).

  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum