Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aukin áhersla á skapandi greinar

Auður Edda Jökulsdóttir - mynd
Ákveðið hefur verið að ráðast í stefnumörkun um eflingu skapandi greina á Íslandi þvert á stjórnsýslu og atvinnulíf. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem hafa mun forystu um stefnumörkunina hefur fengið Auði Eddu Jökulsdóttur, sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni, sem sérstakan ráðgjafa til að leiða þá vinnu í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, kynningarmiðstöðvar listgreina og utanríkisþjónustuna. Stefnumörkunin verður jafnframt unnin í náinni samvinnu við Íslandsstofu sem vinnur nú að mótun langtímastefnu um markaðssetningu Íslands erlendis og eflingu útflutnings á öllum sviðum, þar á meðal á sviði skapandi greina, í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Auður Edda hefur gegnt fjölmörgum störfum á vettvangi utanríkis- og alþjóðamála undafarna tvo áratugi, þar á meðal í sendiráðum Íslands í Peking og Berlín, og nú síðast sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu og alþjóðlegs menningarsamstarfs í utanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira