Heilbrigðisráðuneytið flytur á Skúlagötu 4
Mánudaginn 1. september næstkomandi tekur heilbrigðisráðuneytið til starfa á nýjum stað, í nýendurgerðu húsnæði ráðuneyta á Skúlagötu 4. Flutningar úr núverandi húsnæði ráðuneytisins í Síðumúla fara fram næstkomandi fimmtudag og föstudag. Þá verður húsnæði ráðuneytisins lokað en símsvörun með óbreyttum hætti í síma 545 8700.