Hoppa yfir valmynd

Fréttabréfið Grindvíkingur

14. júní 2024


Þjónustuteymið býður upp á ráðgjöf

Þjónustuteymi Grindvíkinga var sett á fót þann 1. júní sl. Teymið leggur áherslu á að styðja við íbúa Grindavíkur, bæði þá sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og þá sem flytja eða hafa flutt lögheimili í annað sveitarfélag. Þjónusta teymisins nær til margvíslegra þátta þar á meðal sálræns og félagslegs stuðnings, ráðgjöf um atvinnu- og húsnæðismál, og skóla- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Þjónustuteymið býður einnig upp á ráðgjöf í gengum fjarviðtöl á netinu. Teymið leggur áherslu á aðgengi að þjónustu hvar sem Grindavíkingar eru búsettir.

Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjöfum teymisins í gegnum vefsvæði um Grindavík á Ísland.is eða hringja í síma 545-0200 á milli 10:30 til 12:00 mánudaga til fimmtudaga.


Upplýsingar á Ísland.is

Á vefsvæði um Grindavík á Ísland.is er nú að finna upplýsingar um Grindavíkurnefndina og þjónustuteymi fyrir Grindvíkinga auk mikilvægra upplýsinga um þjónustu fyrir Grindvíkinga. Þar er einnig hægt að nálgast eldri eintök af fréttabréfinu Grindvíkingi.
Grindvíkingar eru hvattir til að vista slóðina www.island.is/grindavik og heimsækja síðuna reglulega.


Grindvísk börn sýna myndlist í Safnahúsinu

Sýningin …Að allir séu óhultir verður opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 15 þann 17. júní. Á syningunni verður sýndur afrakstur af myndlistarnámskeiði fyrir börn úr Grindavík sem Listasafn Íslands og umboðsmaður barna stóðu fyrir.
Einnig verður á sýningunni sýndur hluti gagna frá fundi sem umboðsmaður barna hélt með börnum úr Grindavík í byrjun mars þar sem þau lýstu upplifun sinni af atburðum síðustu mánaða.Sýningin stendur til 30. júní nk.


Ríkissjóður fær lán hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins vegna Grindavíkur

Þróunarbanki Evrópuráðsins samþykkti á dögunum lánsumsókn ríkissjóðs Íslands að fjárhæð 150 milljónir evra. Lánveitingin er varúðarráðstöfun vegna mögulegra útgjalda í tengslum við náttúruhamfarir í nágrenni Grindavíkur.
„Stuðningur Þróunarbanka Evrópuráðsins er ómetanlegur á þeim óvissutímum sem við stöndum frammi fyrir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Lán bankans gefur ríkissjóði tækifæri til að mæta fjárþörf vegna útgjalda í tengslum við mótvægisaðgerðir og ráðstafanir fyrir íbúa og heimili í Grindavík,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánar á vef Stjórnarráðsins


Upplýsingar um fjárhagsleg afdrif fólks sem bjó eða starfaði í Grindavík birtar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið safnar mánaðarlegum upplýsingum um fjárhagsleg afdrif fólks sem bjó eða starfaði í Grindavík í október 2023 og um veltu fyrirtækja í Grindavík. Tilgangurinn er að fylgjast með því hvernig fólki sem orðið hefur fyrir beinum áhrifum af jarðhræringum og eldgosum við bæinn reiðir af í kjölfarið.

Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Vefsvæði þar sem upplýsingarnar verða uppfærðar


Könnun vegna stöðu húsnæðismála

Enn er hægt að svara könnun sem Grindavíkurbær fól Maskínu að gera meðal einstaklinga sem voru búsettir í Grindavík 10. nóvember 2023. Markmið könnunarinnar er að afla nákvæmra upplýsinga um núverandi húsnæðisaðstæður og horfur til framtíðar. Mikilvægt er að svör berist frá öllum heimilum í Grindavík óháð húsnæðisstöðu í dag.

 

Nánar á vef Grindavíkurbæjar


Foreldrar hvattir til að skrá börn í vinnuskóla

Foreldrar barna fædd 2008-2010 eru hvattir til að skrá börn sín í vinnuskóla þar sem þau hafa skráð aðsetur. Það er afar mikilvægt að viðhalda virkni barna og ungmenna nú þegar grunnskólar eru komnir í sumarfrí og er vinnuskólinn tilvalinn vettvangur til þess. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðum sveitarfélaga.


Grindvíkingur er rafrænt fréttabréf um málefni Grindvíkinga. Markmiðið er að koma á framfæri og vekja athygli á mikilvægum upplýsingum frá stjórnvöldum, stofnunum og Grindavíkurbæ um málefni Grindvíkinga. Ráðgert er að fréttabréfið komi út á 1-2 vikna fresti í lok vikunnar.

 

Skoða eldri tölublöð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta