Hoppa yfir valmynd
23.01.2023 11:11 Utanríkisráðuneytið

Norræna fjármögnunarfélagið á sviði umhverfisverndar (NEFCO) – Senior Financial Analyst

Staðsetning: Helsinki, Finnland

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar

 

Norræna fjármögnunarfélagið á sviði umhverfisverndar (NEFCO) er norræn bankastofnun sem sérhæfir sig í umhverfisvænum fjárfestingum til grænna orkuskipta. Starfsfólk stofnunarinnar er yfir 50 talsins og eru höfuðstöðvar hennar í Helsinki í Finnlandi.

Stofnunin hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu yfirgreinanda á sviði fjármála.

Starfið felur í sér að leiða þriggja manna teymi. Viðkomandi þarf að hafa meistaragráðu í fjármálum, hagfræði eða af tengdum sviðum. 5-10 ára reynsla af greiningarvinnu úr banka-, fjármálageiranum eða sjóðsstjórn er skilyrði, sem og hagnýt reynsla af áhættustýringu fjárfestinga.

Nánari upplýsingar má finna á vef NEFCO.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira