Hoppa yfir valmynd
Matvælaráðuneytið

Innflutningur á landbúnaðarvörum

Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar

Þann 30. júní 2015 voru samþykkt lög nr. 71/2015 um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993. Lögin mæla m.a. fyrir um breytingar á 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993.

Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins ákveðnar landbúnaðarvörur, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma.

Þrátt fyrir 1. mgr. 10. gr. laganna er heimilt að leyfa innflutning á þeim vörum sem eru taldar upp í greininni.  Fyrir fyrrgreinda lagabreytingu gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út leyfi til innflutnings. Þurftu því umsækjendur að sækja um leyfi til innflutnings til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á neðangreindum vörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar.

Um er að ræða eftirfarandi vörur:

  1. hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði,
  2. kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna,
  3. hey og hálm,
  4. hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snertingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang,
  5. hvers konar notaðan búnað til stangveiða.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum