Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Uppfært 24. nóvember 2018

Velferðarráðuneytið auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna. Tilgangur styrkveitinganna er að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustu og jafnframt eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.

Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 21. desember 2018.

Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru til þess fallin að auka skipulag, samfellu og samræmingu í þjónustu við sjúklinga.

Í styrkumsókn skulu eftirfarandi atriði m.a. koma fram: Markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig nýta megi niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga.

Umsækjendur skulu sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins sem er aðgengilegt hér: https://minarsidur.stjr.is.

Innskráning á mínar síður - þrjár leiðir:

  1. Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef Island.is
  2. Auðkenning með Íslykli á vef Island.is
  3. Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð.

Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann flipann Innskráning og skráir sig inn með einhverri ofangreindra aðferða.

Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Knútsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu í tölvupósti á [email protected].

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira