Hoppa yfir valmynd
25. september 2013 Forsætisráðuneytið

Fjórði fundur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi

Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 25. september á Hótel Reykjavík Natura. Á honum tóku meðlimir vettvangsins til frekari umfjöllunar tillögur verkefnisstjórnar að þjóðhagsramma sem kynntar voru síðastliðið vor.

Til að veita meðlimum vettvangsins innsýn í framvindu síðustu mánuðina í þeim málaflokkum sem fjallað var um í þjóðhagsrammanum mættu eftirfarandi gestir og héldu erindi:

  • Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari
  • Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins
  • Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra

Af erindunum að dæma er ljóst að umtalsverð skörun er í tillögum verkefnisstjórnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hafist handa við að hrinda í framkvæmd. Almenn jákvæðni ríkti innan vettvangsins um framvinduna í málefnum vinnumarkaðarins og opinberum fjármálum. Þar sem enn á eftir að móta afstöðu stjórnvalda til flestra tillagna verkefnisstjórnar í peningamálum var sá málaflokkur minna ræddur.

Á næstu mánuðum verða haldnir þrír fundir þar sem hagvaxtartillögur verkefnisstjórnarinnar verða teknar til frekari umfjöllunar innan Samráðsvettvangsins.

Frá fjórða fundi samráðsvettvangs um aukna hagsæld

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta