Hoppa yfir valmynd
6. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Öldin okkar - Konur tökum þátt!

Öldin okkar
Öldin okkar

Hvatningarfundur haldinn á Nordica Hóteli mánudaginn 9. október nk. kl. 20:00.

Fundurinn er haldinn á vegum nefndar sem skipuð er af félagsmálaráðherra og hefur það að markmiði að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar.

Bein útsending

Markmið fundarins er að efla umræðu um mikilvægi þátttöku kvenna í stjórnmálum. Á fundinum munu fyrrverandi og núverandi alþingiskonur miðla af reynslu sinni af setu á þingi. Framsögukonur verða Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frímannsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Fundarstjóri verður Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi fréttamaður.

Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.

Athygli er vakin á því að einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef félagsmálaráðuneytisins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum