Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Jafnréttisþing 16. janúar 2009

Jafnréttisþing 2009 - lógó þingsins

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica klukkan 9 til 17.

Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum. Auk þess verða drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu, en tilgangur þess er meðal annars að gefa almenningi og fulltrúum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka kost á að skila inn hugmyndum og ábendingum vegna framkvæmdaáætlunarinnar.

Þingið verður öllum opið, en samkvæmt lögum skal sérstaklega boða til þess alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðar og fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem hafa jafnréttismál á stefnuskrá sinni.

Jafnréttisþing

Föstudaginn 16. janúar á Nordica Hilton

Þingstjórar:
Sigtryggur Magnason rithöfundur og Þóranna Jónsdóttir yfirmaður samskiptasviðs Auðar Capital

09.00 – 09.15 Hildur Jónsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Setning

09.15 – 09.45 Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra: Skýrsla um stöðu og þróun í jafnréttismálum og drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

09.45 – 10.25 Peter Tai Christensen embætti umboðsmanns jafnréttis í Svíþjóð: Milljónaverkefnið sænska

10.25 – 11.00 Kaffi

11.00 - 11.20 Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr: Ávinningur af jafnrétti í fyrirtækjum - leiðir og aðferðir

11.20 – 11.40 Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins: Skipta útrásarvíkingar um bleiur?

11.40 – 12.00 Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Jafnrétti kynjanna – lúxus eða þjóðhagsleg nauðsyn?

12.00 – 13.00 Hádegisverður

13.00 – 14.00 Heyrsla: Hvernig tryggjum við jafnrétti í uppbyggingu til framtíðar?

Þátttakendur:

 • Margrét Pála Ólafsdóttir frkvstj. Hjallastefnunnar
 • Hrafnhildur Stefánsdóttir yfirlögfræðingur SA
 • Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
 • Sabine Leskopf formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna
 • Margrét Kristmannsdóttir frkvstj. og formaður FKA
 • Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbankans
 • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frkvstj. Unifem
 • Irma Erlingsdóttir forstöðukona RIKK

Stjórnun: ráðstefnustjórar

14.00 - 15.20 Málstofur

15.20 - 15.40 Kaffi

15.40 - 16.20 Málstofustjórar: Niðurstöður úr málstofum

16.20 – 16.50 Forystumenn stjórnmálaflokkanna: Hver eru brýnustu verkefnin í jafnréttisbaráttunni og hvernig ætla ég að beita mér fyrir þeim?

 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins
 • Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna
 • Helga Sigrún Harðardóttir alþingismaður, Framsóknarflokki
 • Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins
 • Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar

16:50 – 17.00 Hildur Jónsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Lokaávarp og slit

Málstofur:

Málstofa 1: Kynin í kreppunni og verkefni stjórnvalda

 • Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu: Framkvæmdaáætlun sem tæki stjórnvalda
 • Silja Bára Ómarsdóttir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ: Sér markaðurinn um jafnréttið núna? Kynjajafnrétti á krepputímum
 • Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við HÍ: Velferðarkerfið og þýðing þess fyrir jafnréttið

Málstofustjóri: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðsstjórnun
Ritari: Halldóra Friðjónsdóttir þáttagerðarmaður

Málstofa 2: Aðgerðir til að draga úr launamun kynja

 • Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur Félagsvísindastofnun HÍ: Kynning á launakönnun Félagsvísindastofnunar í ljósi annarra launakannana
 • Lára V. Júlíusdóttir hrl.: Jafnrétti kreppunnar: Duga tækin til að veita konum vernd?
 • Ólöf Nordal alþingismaður: Launajafnrétti hjá ríkinu – leiðir til árangurs
 • Jón Sigurðsson hagfræðingur: Framkvæmd jafnlaunastefnu – álit jafnlaunahópsins

Málstofustjóri: Prof. Dr. Jur. Herdís Þorgeirsdóttir
Ritari: Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ

Málstofa 3: Kynbundið ofbeldi

 • Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor: Þróun dóma vegna kynferðisbrotakafla hegningarlaga
 • Ingólfur V. Gíslason lektor við HÍ: Ofbeldi í nánum samböndum
 • Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur: Rannsókn á ofbeldi
 • Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta: Hver ættu að vera verkefni stjórnvalda í dag?

Málstofustjóri: Andrés Ragnarsson sálfræðingur
Ritari: Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi

Málstofa 4: Konur sem frumkvöðlar í atvinnulífi

 • Bergþóra Guðnadóttir, eigandi Farmers Market: Hönnun og arfleifðin
 • Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis: Í gegnum ölduna
 • Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital: Saga Auðar

Málstofustjórar: Inga Björg Hjaltadóttir hdl. og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir mannauðsráðgjafi
Ritari: Hörður Vilberg verkefnastjóri SA

Málstofa 5: Karlmennska á krossgötum

 • Þóra Kristín Þórsdóttir: Hinn íslenski húsbóndi – vinnusamur og gamaldags
 • Arnar Gíslason kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ: Að virkja karla í jafnréttisbaráttunni: Nokkur orð um töfralausnir og erfiðar fæðingar
 • Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður: Eru forsjár- og umgengnismál hluti jafnréttisumræðunnar?
 • Gunnar Hersveinn rithöfundur: Er siðferði kynjað?

Málstofustjóri: Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu
Ritari: Hugrún Hjaltadóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu

Málstofa 6: Jafnrétti í skólastarfi

 • Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu: Verkefnið Jafnréttisfræðsla í skólum
 • Ásdís Olsen aðjúnkt við HÍ: Lífsleikni - jafnrétti. Hagnýtar aðferðir til að skilja sjálfan sig og samfélagið
 • Ingólfur Ásgeir Jóhannsson prófessor HA: Skólastarf með gleraugum kynjafræðinnar
 • Þórdís Þórðardóttir lektor við HÍ: Jafnrétti og kennaramenntun

Málstofustjóri: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir félagsfræðingur
Ritari: Ingi Valur Jóhannsson deildarstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneyti

Glærur 

Málstofur:

Málstofa 1: Kynin í kreppunni og verkefni stjórnvalda

 • Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu: Framkvæmdaáætlun sem tæki stjórnvalda (PPT)
 • Silja Bára Ómarsdóttir forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ: Sér markaðurinn um jafnréttið núna? Kynjajafnrétti á krepputímum
 • Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við HÍ: Velferðarkerfið og þýðing þess fyrir jafnréttið

Málstofa 2: Aðgerðir til að draga úr launamun kynja

Málstofa 3: Kynbundið ofbeldi

Málstofa 4: Konur sem frumkvöðlar í atvinnulífi (PPTX)

 • Bergþóra Guðnadóttir, eigandi Farmers Market: Hönnun og arfleifðin
 • Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis: Í gegnum ölduna (PDF)
 • Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital: Saga Auðar

Málstofa 5: Karlmennska á krossgötum

 • Þóra Kristín Þórsdóttir: Hinn íslenski húsbóndi – vinnusamur og gamaldags (PPTX)
 • Arnar Gíslason kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ: Að virkja karla í jafnréttisbaráttunni: Nokkur orð um töfralausnir og erfiðar fæðingar
 • Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður: Eru forsjár- og umgengnismál hluti jafnréttisumræðunnar?
 • Gunnar Hersveinn rithöfundur: Er siðferði kynjað? (PDF)

Málstofa 6: Jafnrétti í skólastarfi

Fyrirlesarar

Sigtryggur Magnason Sigtryggur Magnason þingstjóri
Sigtryggur Magnason er rithöfundur og hefur einnig starfað við blaðamennsku og markaðsmál. Leikrit hans, Herjólfur er hættur að elska, var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2003 og Yfirvofandi var sýnt á Listahátíð 2007 en fyrir það var Sigtryggur tilnefndur til Grímuverðlauna sem leikskáld ársins 2008. Sigtryggur skrifar reglulega um fjölmiðla í Lesbók Morgunblaðsins.
Þóranna Jónsdóttir Þóranna Jónsdóttir þingstjóri
Þóranna Jónsdóttir er framkvæmdastjóri samskipta og viðskiptaþróunar, Auður Capital, hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá lyfjaumboðsfyrirtækinu Vistor í Garðabæ og systurfyrirtækjum þess, hún var um árabil lektor og forstöðumaður við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og hefur haldið fjölmörg erindi á ráðstefnum um viðskiptatengd málefni. Hún lauk MBA námi frá IESE í Barcelona árið 1998 og stundar nú doktorsnám í stjórnarháttum við Cranfield University í Bretlandi.
Hildur Jónsdóttir Hildur Jónsdóttir
Hildur Jónsdóttir er formaður Jafnréttisráðs og sérfræðingur á jafnréttis- og vinnumálasviði félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Hún nam stjórnmálafræði og fréttamennsku í Danmörku 1983-1988 og útskrifaðist frá Danmarks Journalisthöjskole 1988. Var verkefnisstjóri norræns jafnlaunaverkefnis fyrir Norrænu ráðherranefndina 1991-1993 og jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar 1996-2006. Starfaði áður m.a. sem ritstjóri, fréttamaður, almennatengill og textahöfundur.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygginagmálaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna tók við ráðuneyti félagsmála á árinu 2007 sem 1. janúar 2008 varð ráðuneyti félags- og tryggingamála. Hún var áður félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994. Í ráðherratíð sinni hefur Jóhanna ávallt farið með jafnréttismál fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Peter Tai Christensen Peter Tai Christensen
Peter Tai Christensen býr í Stokkhólmi en er fæddur í Suður-Kóreu og uppalinn í Danmörku. Hann sinnir rannsóknum hjá embætti umboðsmanns jafnréttis í Svíþjóð og hefur einkum fengist við launamun kynja, réttindi transgender fólks og jafnrétti í menningarlífi og í háskólum. Peter er menntaður kynjafræðingur og mannfræðingur. Hann er jafnframt höfundur bókarinnar Schlagerbög sem fjallar um menningu samkynhneigðra í tengslum við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og er varaforseti samtaka samkynhneigðra í Stokkhólmi.
Þórólfur Árnason Þórólfur Árnason
Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr er verkfræðingur frá Háskóla Íslands, framhaldsnám í iðnaðar- og rekstrarverkfræði í Danmörku. Ráðgefandi verkfræðingur í fiskiðnaði, framleiðslustjóri í rafeindatækni, markaðsstjóri hjá Marel og Olíufélaginu. Forstjóri Tals, borgarstjóri í Reykjavík og nú forstjóri Skýrr, sem er einn stærsti vinnustaður í upplýsingatækni á Íslandi.
Hefur breytt skipuritum í jafnréttisátt þar sem hann hefur stýrt þeim málum, í Skýrr er t.d. í dag um helmingur stjórnenda konur.
Ólafur Þ. Stephensen Ólafur Þ. Stephensen
Ólafur Þ. Stephensen er ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hefur aðallega starfað við blaðamennsku, m.a. sem ritstjóri 24 stunda og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Hann er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Political Science. Hann var formaður karlanefndar jafnréttisráðs frá 1998 til 2000.
Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Ástgeirsdóttir er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún er sagnfræðingur að mennt og hefur stundað rannsóknir á sögu íslenskra kvennahreyfinga. Hún sat áður á þingi fyrir Kvennalistann (1991-1999) og vann einnig fyrir UNIFEM í Kosovo að málefnum kvenna 2000-2001. Kristín hefur tekið þátt í stafi ýmissa kvennasamtaka um árabil og skrifað fjölda greina um jafnrétti kynjanna.

 

  Heyrsla
Margrét Pála Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála hefur um 20 ára reynslu af skólastjórnun á leik- og grunnskólastigi, námskeiðshaldi, dagvistarráðgjöf og kennslu. Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar sem nýrrar leiðar í leik- og grunnskólastarfi, er höfundur bóka og fjölda greina um stefnuna og hefur haldið fyrirlestra og námskeið um Hjallastefnuna, svo og aðra þætti skólastarfs bæði á Íslandi og erlendis. Margrét Pála er útskrifuð frá Fósturskóla Íslands árið 1981, lauk framhaldsnámi í stjórnun við sama skóla árið 1996 og M.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000.
Hrafnhildur Stefánsdóttir Hrafnhildur Stefánsdóttir
Hrafnhildur Stefánsdóttir er yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins og hefur starfað þar og áður hjá Vinnuveitendasambandi Íslands frá 1988. Hún er aðjúnkt í vinnurétti við Háskólann í Reykjavík og er með framhaldsnám í þeirri grein frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hrafnhildur er hæstaréttarlögmaður og hefur m.a. verið fulltrúi SA í jafnréttisráði.
Gylfi Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi er nýkjörinn forseti ASI, nam hagfræði í Kaupmannahöfn og lauk meistaragráðu árið 1986. Hann hóf störf sem hagfræðingur hjá Kjararannsóknarnefnd árið 1989 og hagfræðingur ASÍ í janúar 1992. Frá 1997 til 2001 starfaði Gylfi sem framkvæmdastjóri Eignarhaldafélags Alþýðubankans, sem sérhæfði sig í endurreisnar- og nýsköpunarfjárfestingum. 2001 var hann ráðinn framkvæmdastjóri ASÍ þar til hann var kosin forseti fyrir skömmu. Gylfi er mikill útivistar- og veiðimaður, er bæði í stjórn Útivistar og jeppadeildar Útivistar - enda hefur hann unun af jökla- og fjallaferðum að vetri til á stórum breyttum jeppa.
Sabine Leskop_mynd Sabine Leskopf
Sabine Leskopf er formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið í stjórninni síðan 2004. Sabine, sem er þýsk að uppruna, hefur búið á Íslandi í 8 ár og starfar sem framkvæmdastjóri hjá AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti).
Margrét Kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff - sem verður 80 ára 2009. Pfaff var stofnað 1929 og hefur haft sömu kennitölu og verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi.
Margrét er formaður FKA - félags kvenna í atvinnurekstri - sem verður 10 ára 2009 og er með hátt í 700 félagskonur. Margrét átti sæti í jafnlaunanefnd í einkageiranum, sem skilar skýrslu á þinginu.
Elín Sigfúsdóttir Elín Sigfúsdóttir
Elín Sigfúsdóttir er bankastjóri Landsbanka Íslands hf. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1979. Áður en Elín tók við stöðu bankastjóra var hún framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans frá 2003. Elín starfaði áður í Búnaðarbanka Íslands í 24 ár, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, en hafði áður verið forstöðumaður og aðstoðarframkvæmdastjóri sama sviðs.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur gegnt stöðu ráðskonu ungliðahóps, atvinnu- og stjórnmálahóps og vefhóps Femínistafélags Íslands. Þá var hún ein af stofnendum Neyðarstjórnar kvenna sem tók til starfa eftir hrun bankanna nú í haust. Frá árinu 2007 hefur hún starfað sem framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi.
Irma Erlingsdottir Irma Erlingsdóttir
Irma Erlingsdóttir er bókmenntafræðingur og m.a. menntuð í Frakklandi við Sorbonne háskóla og Centre d’Études Féminines, Paris 8, Vincennes, undir leiðsögn þekktrar franskrar fræðikonu, Hélène Cixous. Irma hefur skrifað greinar, ritstýrt bókum og skipulagt fjölda ráðstefna og viðburða um jafnréttismál. Árið 2000 tók hún við forystu RIKK, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, og gegnir enn þeirri stöðu. Irma hefur leikið lykilhlutverk við stofnun alþjóðlegs jafnréttisskóla sem verður starfræktur við stofnunina og tekur til starfa í byrjun þessa árs. Irma hefur undanfarin ár verið einn helsti forystumaður Framtíðarlandsins, þverpólitísks félags sem hefur beitt sér í þágu umhverfisverndar og skapandi atvinnustefnu .

 


Málstofur

Málstofa 1 Kynin í kreppunni og verkefni stjórnvalda
Ingibjörg Elíasdóttir Ingibjörg Elíasdóttir
Ingibjörg Elíasdóttir er lögfræðingur og hefur starfað á Jafnréttisstofu síðan 1. janúar 2008
Hún er Cand.jur. frá lagadeild Háskóla Íslands 1996 og B.A. í fjölmiðlafræði frá the University of Georgia í Bandaríkjunum 1992. Ingibjörg er einnig stundakennari við Háskólann á Akureyri í kynjafræði og fjölmiðlafræði og við Háskóla Íslands í M.A. námi í frétta- og blaðamennsku. Áður en Ingibjörg hóf störf á Jafnréttisstofu kenndi hún við Háskólann á Akureyri. Ingibjörg er svæðisstjóri Zonta á Íslandi 2008-2010, en Zonta er alþjóðleg samtök sem vinna að því að bæta stöðu kvenna í heiminum.
Silja Bára Ómarsdóttir Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára Ómarsdóttir er aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar sem hún kennir m.a. alþjóðastjórnmál og samningatækni. Hún er í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stundar meðfram kennslu doktorsnám í alþjóðasamskiptum við University of Southern California. Lauk áður MA-gráðu frá sama skóla og BA-gráðu (með láði) frá Lewis & Clark College í Portland, Oregon. Hefur áður starfað á Jafnréttisstofu og sinnt ýmsum félagsstörfum, m.a. í Félagi stjórnmálafræðinga, Kvenréttindafélagi Íslands, Femínistafélagi Íslands og í Landsnefnd UNIFEM.
Guðný Björk Eydal Guðný Björk Eydal
Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og starfar sem dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún lauk starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1986, starfaði að námi loknu sem félagsráðgjafi lengst af á Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Lauk meistaranámi í félagsráðgjöf frá Gautaborgarháskóla og doktorsnámi í félagsfræði frá sama skóla árið 2005. Guðný stundar rannsóknir á sviði velferðarmála með áherslu á félags- og fjölskyldustefnu og tekur þátt í ýmsum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, m.a. REASSESS, sem er norrænt öndvegissetur í velferðarrannsóknum.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er dósent í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður meistaranámsnefndar í viðskiptafræði. Gylfi er einnig formaður Jafnréttissjóðs. Hann starfaði áður hjá Hagvangi sem ráðgjafi, VR sem fræðslustjóri og hjá IMG Gallup sem stjórnendaþjálfari. Gylfi hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og ritað fjölda greina um vinnumarkaðsmál, samskipti á vinnumarkaði og mannauðsstjórnun.
Málstofa 2 Aðgerðir til að draga úr launamuni kynja
Einar Mar Þórðarson Einar Mar Þórðarson
Einar Mar Þórðarson er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og starfar nú hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Þar hefur Einar unnið talsvert við kjararannsóknir, ekki síst greiningu á kynbundnum launamun. M.a. vann hann að rannsókninni Kynbundinn launamunur á Íslandi sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið. Einar hefur einnig unnið að rannsóknum á kosningahegðun og viðhorfum Íslendinga til umhverfismála og í því samhengi ekki síst beint sjónum sínum að ólíkri hegðun og viðhorfum kynjanna.
Lára V. Júlíusdóttir Lára V. Júlíusdóttir
Lára V. Júliusdóttir er lögfræðingur og starfandi lögmaður auk þess sem hún er lektor við Háskóla Íslands. Hún er fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags Íslands og Jafnréttisráðs og hefur verið virk í jafnréttisumræðu liðinna ára. Lára er nú formaður starfshóps um launajafnrétti á vegum félags- og tryggingamálaráðherra.
Ólöf Nordal Ólöf Nordal
Ólöf Nordal lögfræðingur var kjörin til Alþingis 1997 og situr í allsherjarnefnd, samgöngunefnd og umhverfisnefnd. Hún er með MBA gráðu frá HR 2002. Var deildarstjóri í samgönguráðuneyti 1996-1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999-2002. Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001-2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005 og framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Ólöf er formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi og formaður starfshóps um launajafnrétti á opinberum vinnumarkaði.
Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson (f. 1941), M.Sc.(Econ.) frá London School of Economics og fil.kand. frá Stokkhólmsháskóla, er fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans í Helsingfors, seðlabankastjóri, alþingismaður, ráðherra og forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Jón er formaður starfshóps um launajafnrétti á almennum vinnumarkaði.
Herdís Þorgeirsdóttir Herdís Þorgeirsdóttir
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor lauk doktorsprófi frá lagadeildinni í Lundi 2003 og meistaraprófi í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum. Sérsvið hennar eru mannréttindi og stjórnskipun. Hún hefur unnið fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í hópi evrópskra sérfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar frá 2003 og verið tilnefnd til jafnréttisverðlauna fyrir Tengsalnets-ráðstefnurnar Völd til kvenna sem hún hefur staðið fyrir frá 2004.
Málstofa 3 Kynbundið ofbeldi
Ragnheiður Bragadóttir Ragnheiður Bragadóttir
Ragnheiður Bragadóttir er prófessor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1982 og stundaði framhaldsnám í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur tekið virkan þátt í norrænu og alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og kennslu á fræðasviði sínu og birt niðurstöður rannsókna sinna í fræðiritum og bókum hérlendis og erlendis. Hún er nú varaformaður Nordisk samarbejdsråd for kriminologi.
Ingólfur V. Gíslason Ingólfur V. Gíslason
Ingólfur V. Gíslason er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og starfaði áður í rúman áratug á Skrifstofu jafnréttismála og Jafnréttisstofu. Hann er verkefnisstjóri Karlar til ábyrgðar sem býður körlum sem vilja hætta að beita ofbeldi, sálfræðilega aðstoð og höfundur nýútkominna bóka um
ofbeldi í nánum samböndum.
Hildigunnur Ólafsdóttir Hildigunnur Ólafsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir er dr.philos. í afbrotafræði og er með starfsstöð í ReykjavíkurAkademíunni. Hún hefur unnið að rannsóknum í afbrotafræði og áfengismálum um langt árabil. Hildigunnur hefur verið virk í fjölþjóðlegu rannsóknarstarfi og ritað fjölda greina í erlend og innlend tímarit.
Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta er félagsráðgjafi og líffræðingur að mennt. Hún hefur unnið með ofbeldismál meira og minna frá árinu 1988, fyrst í Kvennaathvarfinu, síðan sem framkvæmdastýra norsku kvennaathvarfahreyfingarinnar og frá árinu 1999 hjá Stígamótum. Hún hefur verið virk í alþjóðastarfi og stofnaði m.a. “Nordiske kvinner mot vold” árið 1994 en það eru regnhlífarsamtök norrænu kvennaathvarfahreyfingarinnar, en í henni eru nú tæplega 300 kvennaathvörf. Hún stofnaði líka ásamt konum frá Ítalíu og Belgiu “European Network against Trafficking in Women” ENATW árið 2003. Hún á nú sæti í sérfræðingateymi European Women´s Lobby um ofbeldismál, vinnur með Equality Now og CATW.
Andrés Ragnarsson Andrés Ragnarsson
Andrés útskrifaðist með embættispróf frá Árósaháskóla 1981 og er með framhaldsnám í einstaklings- og fjölskyldumeðferð. Hefur unnið fjöldamörg störf, m.a. sem forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir börn, við meðferð unglinga og margþætt störf fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Höfundur bókarinnar "Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður". Er annar sálfræðinga sem sinnir verkefninu Karlar Til Ábyrgðar sem er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum.
Málstofa 4 Konur sem frumkvöðlar í atvinnulífi
Bergþóra Guðnadóttir Bergþóra Guðnadóttir
Bergþóra er stofnandi og annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Vörumerkið var stofnað árið 2005 en undir því nafni er hönnuð og markaðssett vörulína Bergþóru af fatnaði og fylgihlutum þar sem aðaláherslan er á íslenska ull í bland við önnur náttúruleg hráefni. Vörur fyrirtækisins eru nú seldar í hönnunar- og tískuverslunum í 10 löndum, m.a. í Tokyo, Madríd, Napoli og New York. Áður starfaði Bergþóra í 7 ár sem annar tveggja aðalhönnuða 66°Norður. Bergþóra útskrifafðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999 (forvera Listaháskóla Íslands).
Þórdís Sigurðardóttir Þórdís Sigurðardóttir
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis var áður forstjóri Stoða Invest fjárfestingafélags í fjölmiðlum og fjarskiptum. Þórdís var framkvæmdastjóri MBA náms við HR. Þórdís hefur setið í ýmsum stjórnun, s.s. Dagsbrún, Högum, Mosaic og fleiri félögum og situr m.a. í Háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Þórdís er með MBA gráðu frá Vlerick í Belgíu.
Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital, var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún starfaði í 6 ár hjá HR og stýrði Stjórnendaskóla HR og AUÐI í krafti kvenna. Halla starfaði hjá M&M og Pepsi Cola í Bandaríkjunum og hefur setið í stjórn fjölmargra fyrirtækja. Halla er með MBA gráðu frá Thunderbird í Arizona.
Inga Björg Hjaltadóttir Inga Björg Hjaltadóttir
Inga Björg Hjaltadóttir, einn eiganda Attentus – Mannauður og ráðgjöf og Acta lögmannsstofu, hefur starfað sem lögmaður síðustu 6 árin. Hún var áður deildarstjóri kjaraþróunar Eimskips og í starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar. Hún hefur setið í ýmsum samninganefndum vinnuveitenda vegna kjarasamninga og stjórnum fyrirtækja.
Ingunn Björk Vlhjálmsdóttir Ingunn Björk Vlhjálmsdóttir
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, einn eiganda Attentus – Mannauður og ráðgjöf, var áður framkvæmdastjóri starfsþróunarsvið Eimskips og starfaði þar í 9 ár. Hún hefur setið í stjórn ýmissa ráða og nefnda. Ingunn er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Málstofa 5 Karlmennska á krossgötum
Þóra Kristín Þórsdóttir Þóra Kristín Þórsdóttir
Þóra Kristín Þórsdóttir er aðjúnkt í hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk meistaragráðu í aðferðafræði félagsvísinda við London School of Economics árið 2007 og fjallar meistararitgerð hennar um skiptingu heimilisstarfa á Íslandi.
Arnar Gíslason Arnar Gíslason
Arnar starfar sem jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og er jafnframt meðlimur í karlahópi Femínistafélags Íslands, en hann gegndi hlutverki ráðskonu hópsins fyrir nokkrum árum. Arnar nam sálfræði og kynjafræði við HÍ og lauk MA námi í kynjafræði við Sussex háskóla í Bretlandi. Í framhaldinu starfaði hann hjá Domestic Violence Intervention Project og skilorðseftirlitinu í London þar sem hann sá um umræðuhópa með körlum sem höfðu beitt heimilisofbeldi.
Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur er formaður er nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra og stjúpfjölskyldur og formaður samráðsnefndar um málefni aldraðra og framkvæmdasjóðs aldraða. Ágúst er einnig formaður í viðskiptanefnd Alþingis og varaformaður í heilbrigðisnefnd og allsherjarnefnd Alþingis.
Gunnar Hersveinn Gunnar Hersveinn
Gunnar Hersveinn er rithöfundur og meistaranemi í kynjafræði við HÍ. Hann hefur skrifað um jafnréttismál undanfarin ár og kennt námskeið í Listaháskóla Íslands um kynjagreiningar á fjölmiðlum. Árið 2008 gaf hann út ljóðabókina Sjöund og JPV gaf út bók hans Orðspor - gildin í samfélaginu þar sem meðal annars er fjallað um jafnréttismál.
Tryggvi Hallgrímsson Tryggvi Hallgrímsson
Tryggvi Hallgrímsson hóf störf hjá Jafnréttisstofu 2008. Hann hefur lokið BA í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í skipulagsheildum og stjórnun frá Háskólanum í Tromsö, Noregi. Auk þess að hafa kennt við Háskólann á Akureyri hefur Tryggvi stundað ráðgjöf og rannsóknir á ýmsum sviðum.
Málstofa 6 Jafnrétti í skólastarfi
Arnfríður Aðalsteinsdóttir Arnfríður Aðalsteinsdóttir
Arnfríður Aðalsteinsdóttir hóf störf á Jafnréttisstofu 1. apríl 2008 sem verkefnisstjóri þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Arnfríður er með B.A. próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri. Hún er með diplóma í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er í M.A. námi í náms- og starfsráðgjöf við sama skóla. Arnfríður hefur kennt bæði við grunn- og framhaldsskóla og sinnt námsráðgjöf.
Ásdís Olsen Ásdís Olsen
Ásdís Olsen er aðjúnkt í lífsleikni á menntavísindasviði HÍ. Hún hefur víða komið að jafnréttisfræðslu - samið námsefnið Kynlega klippt og skorið, ritstýrt Jafnréttishandbók fyrir kennara, kennt á jafnréttisnámskeiðum og hefur nú umsjón með jafnréttisnámi fyrir Menntavísindasvið Reykjavíkurborgar. Ásdís fékk Íslensku menntaverðlaunin fyrir námsefnisgerð á síðasta ári.
Ingolfur_Johannesson_0715 Ingólfur Ásgeir Jóhannsson
Ingólfur er sagnfræðingur og menntunarfræðingur og hefur doktorspróf frá Wisconsinháskóla í Madison. Hann hefur starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari og námsefnishöfundur í samfélagsgreinum. Meðal þess sem hann hefur skrifað er bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi sem kom út árið 2004. Hann er nú prófessor í menntunarfræðum við kennaraskor hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri og hefur starfað þar síðan 1995. Jafnframt stýrir hann faghópi verkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum á vegum Jafnréttisstofu, félags- og tryggingamálaráðuneytisins og fimm sveitarfélaga.
Þórdís Þórðardóttir Þórdís Þórðardóttir
Þórdís Þórðardóttir er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún er með M. Ed próf í samanburðaruppeldisfræði frá KHÍ (2000). Kennslufræði til kennsluréttinda frá H.Í. (1995). B.A próf í Uppeldis- og menntunarfræðum frá H.Í. (1993) Diploma í stjónrun og skipulagningu menntastofnana frá Danmarks Pædagoske Höjskole, Köbenhavn (1990). Er í doktorsnámi við HÍ og tók hluta af því námi (eitt misseri) við Institute of Education, London University og í Danmarks Pædagogiske Universitet, (eitt misseri) áætluð lok, des. 2009.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er með BA í félagsfræði og MA í kennslufræði. Kennir félagsgreinar í Borgarholtsskóla og hefur m.a. búið til jafnréttisáfanga á framhaldsskólastigi (KYN 173), þann fyrsta sinnar tegundar. Stjórnarkona í UNIFEM. Móðir 2ja barna.

 

  Forystumenn stjórnmálaflokkanna
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon, Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs
Helga Sigrún Harðardóttir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður
Guðjón A. Kristjánsson Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins
Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum