Hoppa yfir valmynd
10. júní 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna um kyn og völd á Norðurlöndum 18. - 19. nóvember 2009

Norræna embættismannanefndin um jafnréttismál og norræna kvenna- og kynjarannsóknarstofnunin (NIKK) bjóða til ráðstefnu um kyn og völd á Norðurlöndum á Grand Hótel Reykjavík dagana 18. - 19. nóvember 2009. Ráðstefnan er öllum opin og er þátttaka ókeypis.

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður rannsóknarverkefnis um kyn og völd innan stjórnmála og atvinnulífs á Norðurlöndunum. Tuttugu fræðimenn frá öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í verkefninu sem lýkur á þessu ári. Þar er sjónum m.a. beint að:

  • Upplýsingum um hlut og áhrif kvenna og karla við ákvarðanatöku á sviði stjórnmála og innan atvinnulífsins á Norðurlöndunum fimm og sjálfsstjórnarsvæðunum þremur.
  • Samanburði milli Norðurlandanna og samanburði milli stjórnmála og atvinnulífs.
  • Umfjöllun um hvaða aðgerðir hafa skilað mestum árangri við að jafna hlut kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi.

Á ráðstefnunni í Reykjavík verður skýrsla hópsins rædd með þátttöku kvenna og karla sem hafa reynslu af stjórnmálum og atvinnulífinu.

Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum með þátttöku fólks úr stjórnmálum og atvinnulífi, auk fræðimanna.


Skjal fyrir Acrobat ReaderNánari upplýsingar um ráðstefnuna



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum