Hoppa yfir valmynd
29. september 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin

Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin
Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin

Dansk
English

Norræn ráðstefna í Reykjavík

Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin
Hótel Nordica í Reykjavík, 26. nóvember

Norræn ráðstefna um fjármálakreppuna, húsnæðismarkaðinn og heimilin verður haldin á Hótel Nordica 26. nóvember nk..

Á ráðstefnunni verður leitað svara við ýmsum mikilvægum spurningum sem snerta húnsæðismarkaðinn og rætt um mögulega stefnumótun norrænu ríkjanna í húsnæðismálum í kjölfar breyttra forsendna.

Varpað verður ljósi á sérstöðu norrænu ríkjanna í húsnæðismálum og það sem þau eiga sameiginlegt. Þá verður leitast við að sjá fyrir þróunina á húsnæðismarkaði í nánustu framtíð.

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur fyrir stjórnmálamenn, stjórnendur, fræðimenn og aðra fagaðila á sviði húsnæðis- og skipulagsmála á Norðurlöndum til að bera saman bækur sínar.

Ráðstefnan er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en Íslendingar gegna formennsku í nefndinni á árinu 2009.

Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds.

Erindi og umræður verða á Norðurlandamálum og ensku og er boðið upp á túlkun á Norðurlandamálum.

Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá á vefsíðunni fel.stjr.is/bolig og hjá Þórdísi Yngvadóttur hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 545 8100 eða með tölvupósti á netfangið [email protected].

Vinsamlega framsendu þennan tölvupóst til allra þeirra sem gætu haft áhuga á þessu málefni.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum