Hoppa yfir valmynd
13. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Norræn ráðstefna um foreldraorlof, umönnunarstefnu og stöðu kynjanna 22. október

Fjallað verður um umönnunarstefnu, kynjajafnrétti og líðan barna á norrænni ráðstefnu sem haldin verður á Radisson SAS Hótel Sögu 22. október næstkomandi. Á ráðstefnunni verður kynnt samnorræn rannsókn um þessi efni og meðal annars leitað svara við því hvernig fæðingarorlofsréttur er nýttur og hvaða áhrif nýtingin hefur á samband foreldra og barna og stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Aðalfyrirlesari er Dr. Janet Gornick, prófessor í stjórnmála- og félagsfræði við City University í New York og meðhöfundur bókarinnar Gender Equality: Transforming Family Divisions of Labor. Dr. Janet Gornick er yfirmaður Luxembourg Income Study.

Ráðstefnan er haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, en Ísland gegnir formennsku í nefndinni þetta árið. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa hafa umsjón með dagskrá jafnréttismála.

Skráning og fyrirkomulag

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Jafnréttisstofa, á netfanginu: [email protected] eða í síma 460 6200 .

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Skráning fer fram á heimasíðunni: http://www.yourhost.is/parentalleave2009/registration.html

Skjal fyrir Acrobat Reader Dagskrá ráðstefnunnar

 

 Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum