Hoppa yfir valmynd
28. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Atvinnuþátttaka eldra fólks - áhrif á heilsu og lífsgæði 9. nóvember

Norræn ráðstefna um atvinnuþátttöku eldra fólks og áhrif hennar á heilsu þess og lífsgæði verður haldin á Hótel Nordica í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi.

Ráðstefnan sem fer fram á ensku, hefst mánudagsmorgunin 9. nóvember kl. 9:00 og lýkur síðdegis. Í kjölfar þessarar ráðstefnu hefst önnur ráðstefna sem haldin er undir yfirskriftinni Virkjum fjölbreyttari mannauð og verður sameiginleg móttaka fyrir gesti af báðum ráðstefnunum á Hótel Nordica um kvöldið.

Ráðstefnan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er þátttaka ókeypis.

Skráning fer fram á Netinu: http://yourhost.is/arbejde-til-alle-2009/registration.html

Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira