Hoppa yfir valmynd
30. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefnan: Virkjum fjölbreyttari mannauð 9.-10. nóvember

Á síðustu árum hefur fólki með skerta starfsgetu fjölgað og þrýstingur á velferðarkerfin á Norðurlöndunum aukist jafnhliða. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við með nýsköpun í starfsendurhæfingu og endurskoðun á velferðarkerfinu með það að leiðarljósi að fólki sé mikilvægt að taka virkan þátt í verðmætasköpun í samfélaginu.

Um þetta verður fjallað á norræni ráðstefnunni Virkjum fjölbreyttari mannauð sem fram fer á Hótel Nordica, dagana 9. og 10. nóvember næstkomandi. Sagt verður frá þeim aðferðum sem hafa reynst áhrifaríkastar á Norðurlöndunum við að virkja fólk sem hefur af ýmsum orsökum verið lengi utan vinnumarkaðar og býr við skerta starfsgetu. Kynnt verða fyrirmyndarverkefni á þessu sviði og er sjónum einkum beint að ungu fólki, 30 ára og yngra.

Ráðstefnan fer fram á ensku og fer skráning fram á vefsíðunni http://yourhost.is/arbejde-til-alle-2009

Atvinnuþátttaka eldra fólks - áhrif á heilsu og lífsgæði

Athygli er vakin á því að fyrri hluta dags, 9. nóvember verður fjallað um atvinnuþátttöku eldra fólks og er það sérstakt umfjöllunarefni sem fellur undir ráðstefnuna um virkjun fjölbreyttari mannauðs.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum