Hoppa yfir valmynd
30.00.2009 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefnan: Virkjum fjölbreyttari mannauð 9.-10. nóvember

Á síðustu árum hefur fólki með skerta starfsgetu fjölgað og þrýstingur á velferðarkerfin á Norðurlöndunum aukist jafnhliða. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við með nýsköpun í starfsendurhæfingu og endurskoðun á velferðarkerfinu með það að leiðarljósi að fólki sé mikilvægt að taka virkan þátt í verðmætasköpun í samfélaginu.

Um þetta verður fjallað á norræni ráðstefnunni Virkjum fjölbreyttari mannauð sem fram fer á Hótel Nordica, dagana 9. og 10. nóvember næstkomandi. Sagt verður frá þeim aðferðum sem hafa reynst áhrifaríkastar á Norðurlöndunum við að virkja fólk sem hefur af ýmsum orsökum verið lengi utan vinnumarkaðar og býr við skerta starfsgetu. Kynnt verða fyrirmyndarverkefni á þessu sviði og er sjónum einkum beint að ungu fólki, 30 ára og yngra.

Ráðstefnan fer fram á ensku og fer skráning fram á vefsíðunni http://yourhost.is/arbejde-til-alle-2009

Atvinnuþátttaka eldra fólks - áhrif á heilsu og lífsgæði

Athygli er vakin á því að fyrri hluta dags, 9. nóvember verður fjallað um atvinnuþátttöku eldra fólks og er það sérstakt umfjöllunarefni sem fellur undir ráðstefnuna um virkjun fjölbreyttari mannauðs.Efnisorð

Síðast uppfært: 12.05.2017
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira