Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin

Hvaða áhrif hefur alþjóðlega fjármálakreppan á húsnæðismarkaði norrænu ríkjanna og velferðarkerfi þeirra? Hvernig hefur þróunin verið frá upphafi kreppunnar og hvaða afleiðingar hefur hún haft fyrir búsetuskilyrði heimilanna á Norðurlöndunum? Hvaða ályktun er hægt að draga af nýfenginni reynslu, og hvernig er hægt að nýta hana?

Leitað verður svara við þessum spurningum á norrænni ráðstefnu um fjármálakreppuna, húsnæðismarkaðinn og heimilin sem haldin verður á Hilton Hótel Nordica fimmtudaginn 26. nóvember nk. kl. 9–16. Ráðstefnan er skipulögð af félags- og tryggingamálaráðuneytinu með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer nú með formennsku.

Aðalfyrirlesari er Gwilym Pryce sem er víðkunnur fræðimaður á hinu alþjóðlega fræðasviði húsnæðisrannsókna og mun sérfræðingur frá hverju norrænu ríki fyrir sig flytja erindi.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum