Hoppa yfir valmynd
30. júní 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum

Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum

Lært fyrir lífið

25. september 2014, Svartsengi, Grindavík

Þátttakendur: 150 fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs og skóla, framhaldsfræðsluaðila, starfsendurhæfingar, nemenda, kennara og náms- og starfsráðgjafa.

Íslensk stjórnvöld boða til norrænnar ráðstefnu um tækifæri til náms- og starfsþjálfunar í atvinnulífinu fyrir fólk á öllum aldri. Ráðstefnan er liður í þátttöku Íslands í norræna verkefninu Sjálfbær norræn velferð, einkum þeim hluta þess sem snýr að námi á vinnustað. Umsjón með ráðstefnunni hafa velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun. 

Norrænn vinnumarkaður stendur frammi fyrir mörgum sameiginlegum úrlausnarefnum í kjölfar efnahagskreppu og vegna afleiðinga lýðfræðilegra breytinga. Að sporna gegn atvinnuleysi ungs fólks og virkja þá sem hætt er við útilokun frá þátttöku á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt er forgangsmál. Langtímaatvinnuleysi og samspil mennta- og vinnumarkaðsmála er í brennidepli á formennskuári Íslands.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þróun menntakerfisins og möguleikum þess til að tengjast betur fyrirtækjum og stofnunum með það að leiðarljósi að ungt fólk og atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að fá þar þjálfun sem hluta af námi sínu. Jafnframt verður athygli beint að möguleikum atvinnuleitenda til starfsþjálfunar innan fyrirtækja eða stofnana sem hluta af starfsleitaráætlunum sínum. 

A Nordic conference on education and training in the workplace

„Learning for life“

Venue: Svartsengi, Grindavík, Iceland.

Date: 25th of September 2014.

Supervision: Ministry of Welfare, Ministry of Education, Science and Culture and Directorate of Labour.

Participants: 150 representatives for national authorities, social partners and VET schools, adult education, rehabilitation agents, learners, teachers and trainers and guidance counsellors.

Icelandic authorities host a Nordic conference on educational and training opportunities in the labour market for people of all ages. The conference is a part of Icelandic participation in the Nordic project Sustainable Nordic Welfare, which addresses amongst other issues workbased learning (LPA).

The Nordic labour market is faced with many common challenges as a consequence of the economic crisis and due to demographic changes. It is a priority for all stakeholders to fight youth unemployment and to prevent social exclusion of vulnerable groups. During the Icelandic presidency in Nordic cooperation 2014 there is a focus on actions against longterm unemployment and on the interaction between education and employment strategies.

The conference will focus on the development of the education system and its´ possibilities to improve cooperation between companies and other training providers so that young people and jobseekers get the chance to receive necessary training there as a part of their education. In addition, a special focus will be on the possibilities for jobseekers to get training in the labour market which can form a part of their job seeking plans.

Nordisk konferens om utbildning og lärande på arbetsplatsen

„Lära för livet“

Plats: Svartsengi, Grindavík, Island.

Datum: 25. september 2014.

Ansvar: Välfärdsdepartementet, Utbildningsdepartementet och Arbetslivsdirektoratet, Island.

Deltagare: 150 representanter för myndigheter, arbetsliv och skola, vuxenutbildning, yrkesrehabiliteringscentra, elever, lärare och studie- och yrkesvägledare.

Isländska myndigheter bjuder till en konferens om utbildnings- och träningstillfällen i arbetslivet för människor i alla åldrar. Konferensen är bl.a. ett led i Islands deltagande i programmet Hållbar nordisk välfärd, projektet som handlar um lärande på arbetsplats (Lärande på arbetsplatsen, LPA). 

Den nordiska arbetsmarknaden står inför många, gemensamma utmaningar till följd av den ekonomiska krisen och på grund av demografiska ändringar. Det är en prioritet att verka mot ungdomsarbetslöshet och arbeta för en aktiv inkludering av dem som riskerar att bli uteslutna från arbetsmarknaden. Långtidsarbetslöshet och sambandet mellan utbildnings- och arbetsmarknadsfrågor står i fokus i det isländska ordförandeskapet i det nordiska ministerrådet 2014.

På konferensen kommer man att rikta blicken mot utbildningssystemets utveckling och möjligheterna att åstadkomma starkare kontakt med företag och institutioner inom vård och omsorg i syftet att ge unga människor och arbetssökande chansen att få träning på arbetsplats som ett led i sin utbildning. Dessutom kommer man att granska arbetssökandes möjligheter att undergå träning i arbetslivet som ett led i deras arbetssökningsplaner.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira