Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

26. ágúst 2014: Afmælisráðstefna - Saman um jafnrétti í 40 ár

Árið 1974 var á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar ákveðið að hefja formlegt samstarf á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur aukið þekkingu okkar á jafnréttismálum og fært okkur nær markmiðinu um norræn samfélög velferðar, réttlætis og lýðræðis. Í dag mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins hefur frá upphafi verið að auka kynja- jafnrétti á Norðurlöndunum og að norrænu ríkin taki í sameiningu virkan þátt og axli ábyrgð á vettvangi alþjóðamála.

Norræna ráðherranefndin fagnar tímamótunum með afmælisráðstefnu í Hörpu, Reykjavík, 26. ágúst 2014.

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt en boðið verður upp á tónlistarflutning, myndbandssýningu, hátíðarræður, fyrirlestra og pallborðsumræður ungmenna, stjórnmálamanna og sérfræðinga. Á ráðstefnunni verður fjallað um mótun og þróun norrænnar jafnréttisstefnu og helstu áskoranir í málaflokknum. Einkum verður lögð áhersla á jafnrétti á vinnumarkaði, menntun, og aukna þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi. Um þessar mundir er fagnað aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Norðurlöndum og af því tilefni verður hugað að stöðu lýðræðis með hliðsjón af stjórnmálaþátttöku kvenna.

Það er okkur mikil ánægja að bjóða þér og öðru áhugafólki um jafnréttismál á afmælisráðstefnuna.

Við vonum að ráðstefnan verði okkur öllum innblástur til frekari framfara á sviði jafnréttismála.

Afmælisráðstefnan verður haldin í Hörpu.Við hlökkum til að hitta þig í Reykjavík.

Eygló Harðardóttir
félags-, húsnæðis- og samstarfsráðherra Norðurlanda.
Dagfinn Høybråten
framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Staður og stund

Harpa, Reykjavík
26. ágúst: 09.30 – 17.30
Skráning: 09.00 – 09.30
Upplýsingar um dagskrá veitir Rósa Guðrún Erlingsdóttir: [email protected]

Túlkun

Ráðstefnan fer fram á Norðurlandamálum og túlkað verður á finnsku og íslensku.

Skráning

Skráning til 15. ágúst 2014
Takmarkaður fjöldi þátttakenda

Dagskrá

Afmælisráðstefna í Hörpu í Reykjavík 26. ágúst 2014

Tónlist. Ásthildur Haraldsdóttir flautuleikari.
Ráðstefnustjóri. Charlotte Bøving leikkona.

09:00
Skráning.
09.30
Setning. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda.
09:40
Hátíðarávarp. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
09:55 Kynjajafnrétti – aðýta mannauð samfélagsins. Satu Haapanen, varaformaður borgara- og neytenda- nefndarinnar hjá Norðurlandaráði og þingmaður græningja á finnsa þinginu.
10:05
Norrænt samstarf í jafnréttismálum. Ábyrgð og skyldur Norðurlanda í alþjóðasamskiptum. Margot
Wallström, stjórnarformaður Háskólans í Lundi.
10.25
Hver er árangur Norðurlandanna og hvað geta þau lagt af mörkum á alþjóðavettvangi? Pallborðsumræður  með þáttöku Eyglóar Harðardóttu, Vigdísar Finnbogadóttur og Magot Wallström. Umræðustjóri: Bogi  Ágústsson, fréta- og sjónvarpsmaður.
11.00
Leit að kyni – á öllum Norðurlöndum. Það eru margir sem gjarnan vilja hittast og vinna saman þvert
á landamæri. Það getur þó verið erfitt að koma auga á bestu leiðirnar að markmiðinu. En nú er lausnin
fundin! Josefine Alvunger, framkvæmdastjóri hjá NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um kynjafræði,
kynnir þrjár uppgvötanir sem fær okkur verkfæri til að vinna jafnréttismálum á Norðurlöndum gagn.
11.15
New Action on Women‘s Rigths! Norrænu kvennahreyfingarnar krefja stjórnvöld um aðgerðir til
að mæta áskorunum í jafnréttismálum á Norðurlöndum. Gertrud Åström, félagi í framkvæmdastjórn
Nordiskt Forum og formaður sænska kvenréttindafélagsins (Sveriges kvinnolobby).
11.30 – 12.30
Hádegismatur
12.30
Ari Eldjárn skemmtikraftur fjallar um jafnréttismál.

Málstofa um karla og jafnrétti

12.45
Aukin þáttaka karla í jafnréttismálum – hetu áskoranir. Steen Baagøe Nielsen, lektor við Hróarskeldu- háskóla, fyrrverandi formaður NeMM – Norræns samstarfsnets um karlarannsóknir (Nordisk Netværk for  Mandeforskning) og félagi í sérfræðinganefnd ESB um kynjajafnrétti (The Eopean Institue for Gender  Equality Expert Forum - EIGE).
13.15
Breytingar „á forsendum karla“. Framför eða bakslag? Viðbrögð og umræðustjórn: Ingólfur V. Gíslason,   lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Málstofa um kyn og lýðræði

13.45
Endurspeglar fulltrúalýðræðið þjóðina? Hege Skjeie, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Ósló og  félagi í norsku framkvæmdanefndinni um 100 ára kosningarétt venna.
14.15
Vangaveltur frá Finnlandi um kosningarétt og lýðæði. Viðbrögð og umræðustjórn: Malin Gustavsson,  ráðgjafi í jfnréttismálu
14.45
Kaffi og veitingar

Pallborðsumræður

15.15

Pallborðsumræður norrænna sérfræðinga um jafnréttismál:
- Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.
- Kerstin Alnebratt, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunarinnar í kynjafræði í Svíþjóð.
- Linda Marie Rustad, forstöðumaður KILDEN í Noregi.
- Minna Kelhä, þróunarstjóri Minna – Upplýsingamiðstöðvar um jafnréttismál í Finnlandi.
- Nina Groes, forstöðumaður KVINFO í Danmörku.

Umræðustjóri: Dr. Fredrik Bondestam, rannsakandi hjá NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um
kynjafræði.

16.15

Áskoranir í jafnréttismálum.Pallborðsumræður um verkefni framtíðarnnar í samstarfi við Norðurlandaráð  æskunnar:
- Aili Liimakka Laue, Grænland.
- Alexander Blum Bertelsen, Danmörk.
- Ingrid Eriksson, Álandseyjar. 
- Li Andersson, Finnland.
- Maria Kristina Smit, Færeyjar.
- Mathilde Tybring - Gjedde, Noregur.
- Óskar Steinn  Ómarsson, Ísland.
- Sara Skytedal, Svíþjóð.

Umræðustjóri: Dr. Fredrik Bondestam, rannsakandi hjá NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um
kynjafræði.

17.15
Ráðstefnulok: Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
17.30
Mótaka í Hörpu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ávarpar gesti áðstefnunnar. Kvennakórinn Katla syngur íslenska og norræna ljóðasöngva.

Skipuleggjendur áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira