Hoppa yfir valmynd
30.09.2013 Heilbrigðisráðuneytið

Afhending bleiku slaufunnar árið 2013

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson flutti stutt ávarp þegar hann afhenti fyrstu bleiku slaufu ársins í tengslum við árlegt árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum þann 30. október í Hörpunni.

Góðir gestir.

Bleika slaufan hefur svo sannarlega fest sig í sessi sem táknmynd baráttunnar gegn krabbameinum hjá konum en nú eru fjórtán ár liðin frá því að árveknisátaki Krabbameinsfélagsins um brjóstakrabbamein var hleypt af stokkunum með sölu á bleiku slaufunni.

Landsmenn taka jafnan bleiku slaufunni opnum örmum. Hún hreyfir við fólki, enda eru þeir vandfundnir sem ekki eiga sér einhvern nákominn úr hópi vina eða ættingja sem háð hefur baráttu við krabbamein. Þökk sé heilbrigðisvísindunum, góðu fagfólki og öflugu leitar- og forvarnarstarfi Krabbameinsfélags Íslands fjölgar þeim sífellt sem fara með sigur af hólmi í þessari baráttu og lifa löngu og góðu lífi þótt þessi vágestur hafi barið að dyrum.

Allir geta borið bleiku slaufuna í barmi með ánægju og stolti. Þetta er jafnan einkar fallegur og vel hannaður gripur og stendur fyrir gott málefni sem allir vilja styrkja.

Ég vona að undirtektir við sölu bleiku slaufunnar verði ekki síður góðar í ár en endranær. Að lokum færi ég Krabbameinsfélagi Íslands mínar bestu þakkir fyrir það mikilvæga starf sem félagið stendur fyrir. Við sem styðjum við félagið gerum það með gleði og ég vona að sem allra flestir samgleðjist í verki og næli bleikri slaufu í barminn. Það er allra hagur.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta