Hoppa yfir valmynd
29.11.2013 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítala

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra

Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra

Góðir gestir.

Stundir sem þessar eru einstaklega ánægjulegar - þegar vel menntað og öflugt fólk með brennandi áhuga á starfi sínu og fræðigrein uppsker árangur og hlýtur viðurkenningu og hvatningu til að halda áfram á sinni braut.

Vísinda- og rannsóknarstörf eru forsenda þróunar og framfara á öllum sviðum samfélagsins á öllum tímum. Það liggur því í hlutarins eðli að í þessum efnum verður endimörkunum aldrei náð, alltaf er hægt að gera betur, finna upp eitthvað nýtt og gera uppgötvanir sem jafnvel valda straumhvörfum. Þetta höfum við oft séð gerast og munum sjá áfram í framtíðinni.

Landspítalinn er háskólasjúkrahús og með samstarfi hans og Háskóla Íslands í gegnum árin hefur á liðnum árum verið byggt upp öflugt þekkingarstarf sem hefur alið af sér frábæra íslenska vísindamenn á heilbrigðissviði sem öðlast hafa viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Þörf okkar fyrir þekkingu og nýsköpun verður aldrei mettuð og því er samfélaginu nauðsynlegt að hlúa að því fólki sem hefur metnað og getu til vísindastarfa.

Þeim sem hljóta styrki í dag úr Vísindasjóði Landspítalans óska ég innilega til hamingju um leið og ég færi hinum sömu þakkir fyrir störf sín, þrautseigjuna og dugnað og óska þeim velgengni.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta