Úrskurður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna höfnunar á kröfu um niðurfellingu skattkrafna.
FJR25030051
Málavextir.
Að því er málavexti varðar vísast til úrskurðar Skattsins, […], og til greinargerðar lögmanns kæranda, dags. […]. Um er að ræða ágreining um fyrningu skattskulda kæranda sem samkvæmt yfirliti frá Skattinum, dags. […], námu alls kr. […].
Málsástæður og lagarök kæranda.
Byggt er á því að hinar umþrættu skattkröfur hafi allar orðið til fyrir úrskurðardag gjaldþrotaskipta kæranda hinn […]. Skiptalok voru hinn […]. Kröfurnar séu því fyrndar skv. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991. Er sérstaklega vísað til þess að Skatturinn hafi haft allar upplýsingar um þær kröfur sem hér um ræðir þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti var kveðinn upp og hafi haft þær í langan tíma.
Fram kemur hjá kæranda að óútskýrt sé af hverju Skatturinn hafi ekki upplýst um það hvenær leiðréttingarskýrslum vegna […] var skilað á pappír í ákvörðun sinni, dags. […], fyrir tímabilin […]. Kærandi vekur sérstaka athygli á því að sú krafa stofnaðist […] eða degi eftir skiptalok. Kærandi fullyrðir að það var fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti hans hinn […] og eigi því að fella kröfuna niður vegna fyrningar.
Þá vísar kærandi til þess að kröfur vegna […[ fyrir tímabilin […], sem að sögn Skattsins stofnuðust hinn […], séu stofnaðar eftir geðþóttaákvörðun Skattsins og hafi þegar verið stofnaðar þegar kærandi var úrskurðaður gjaldþrota. Því beri að fella þær niður vegna fyrningar samkvæmt framangreindu.
Varðandi kröfu Skattsins vegna […] á grundvelli álagningar […], vísar kærandi til þess að framkvæmdin hvað varði tryggingargjald sé sú að gjaldið falli í gjalddaga mánaðarlega og síðan komi áætlun reglulega. Allar þessar kröfur hafi því verið fallnar á gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrot. Verði því að fella þær niður vegna fyrningar.
Að lokum vísar kærandi til ákvörðunar Skattsins, dags. […], þar sem sömuleiðis sé vísað til þess að krafa hafi stofnast hinn […] til hækkunar á þing- og sveitasjóðsgjöldum […] með úrskurði um endurákvörðun gjalda á grundvelli vanframtalinna […]. Kærandi vísar til þess að Skatturinn hafi að engu leyti sýnt fram á hvenær […] voru sendir inn til Skattsins og beri Skatturinn sönnunarbyrði fyrir þeim staðhæfingum sínum. Kærandi byggir á því að […] hafi verið sendir inn til Skattsins áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota og því beri að fella niður allar kröfur vegna þeirra sökum fyrningar.
Umsögn skattsins.
Í bréfi, dags. […], óskaði ráðuneytið eftir umsögn Skattsins vegna stjórnsýslukæru kæranda. Í upphafi umsagnar sinnar vísar Skatturinn til þess að hluti krafna kæranda hafi verið afskrifaðar vegna fyrningar í […] skv. 3. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda, nr. 150/2007. Hins vegar standi eftir þær skattkröfur sem fjallað sé um í kæru kæranda. Um sé að ræða:
-
[…]
-
[…]
-
[…]
Til grundvallar niðurstöðu sinni vék Skatturinn að umfjöllun Hæstaréttar í dómi hans nr. 368/2013, sem fjallar m.a. um hvenær skattkrafa telst hafa stofnast. Í dóminum kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Í sumum tilvikum þarf atbeina stjórnvalds til að ákveða fjárhæð skatta, en í þeim stofnast skattkrafa þegar stjórnvaldið hefur tekið nauðsynlega ákvörðun um greiðsluskyldu einstaks skattþegns og tilkynnt honum um ákvörðunina. Í öðrum tilvikum þarf ekki atbeina stjórnvalds til að ákveða fjárhæð skatta, heldur er gjaldanda ætlað að skila skýrslu sem byggja má skattfjárhæð á og standa síðan skil á greiðslu í samræmi við það. Þegar svo stendur á verður skattkrafa til þegar skattþegn skilar skýrslu með fullnægjandi upplýsingum, óháð því hvort greitt sé um leið, en jafna má slíkum skýrsluskilum til viðurkenningar gjaldanda á skattfjárhæðinni.“
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Skattinum, stofnaðist krafa hinn […], vegna […] tímabils […], á grundvelli áætlunar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, þar sem […] var ekki skilað. Gjalddagi […] er […].
Þann […] stofnuðust kröfur vegna tryggingagjalds fyrir […] á grundvelli álagningar […], vegna tekjuársins […]. Álagning er byggð á framtali […] vegna tekjuársins […]. Kærandi skilaði skattframtali […], vegna tekjuársins […], til Skattsins hinn […].
Þá hafi þann […] stofnast krafa til hækkunar á […]) með úrskurði um endurákvörðun gjalda, sbr. úrskurð, dags. […], sbr. 1. og 5. mgr. 96. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, á grundvelli […].
Forsendur og niðurstaða.
Í stjórnsýslukæru er því haldið fram að þær skattkröfur sem um ræðir í máli þessu séu niðurfallnar sökum fyrningar í samræmi við 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991. Jafnframt er vísað til þess að skv. 5. tölul. 1. mgr. 118. gr. sömu laga sé unnt að beina kröfum að þrotabúi sem stofnast hafa eftir úrskurðardag skipta.
Fyrir liggur að bú kæranda var tekið til gjaldþrotaskipta hinn […] og var skiptum lokið […]. Í umsögn sinni færir Skatturinn rök fyrir því frá hvaða tíma hinar umþrættu skattkröfur stofnuðust. Af þeim verður ráðið að kröfurnar hafi stofnast eftir lok gjaldþrotaskipta kæranda og því eigi ákvæði 5. tölul. 1. mgr. 118. gr. laga um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991, ekki við. Ráðuneytið telur þá ákvörðun Skattsins að hafna erindi kæranda frá […] vera í samræmi við þá dómaframkvæmd sem fram kemur í framangreindum dómi Hæstaréttar nr. 368/2013.
Skatturinn tók á áðurnefndum stofndögum nauðsynlegar ákvarðanir um fjárhæð og skattskyldu hinna umþrættu krafna. Verður að telja að við þá ákvörðun hafi kröfurnar stofnast, sbr. þau sjónarmið sem fram koma í áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Af því leiðir að kröfurnar urðu til eftir að gjaldþrotaskiptum á búi kæranda lauk og því falla skattkröfurnar sem um ræðir í máli þess ekki undir gjaldþrotaskiptin og fyrningarreglu 165. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti.
Með vísan til framangreinds er það afstaða ráðuneytisins að staðfesta beri ákvörðun Skattsins frá […]
Úrskurðarorð.
Ákvörðun Skattsins um synjun á niðurfellingu skattkrafna kæranda, dags. […], er staðfest.