Hoppa yfir valmynd
Kærunefnd útlendingamála

Nr. 411/2023 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Hinn 11. júlí 2023 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 411/2023

í stjórnsýslumáli nr. KNU23050165

 

Beiðni um frestun réttaráhrifa í máli […]

 

Málsatvik

Hinn 25. maí 2023 staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 10. febrúar 2023, um að synja einstaklingi er kveðst heita […], vera fæddur […] og vera ríkisborgari Sómalíu, um alþjóðlega vernd hér á landi ásamt því að synja honum um dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Úrskurður kærunefndar var birtur fyrir aðila 26. maí 2023 og 30. maí 2023 barst kærunefnd beiðni […], fyrir hönd aðila, um frestun réttaráhrifa á úrskurði nefndarinnar. Kærunefnd barst ekki greinargerð eða önnur fylgiskjöl frá aðila.

Ráða má þess sé krafist að réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar útlendingamála verði frestað á meðan hann fer með mál sitt fyrir dómstóla, sbr. 6. mgr. 104. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

Málsástæður aðila

Aðili lagði ekki fram greinargerð eða rökstuðning til stuðnings beiðni sinni um frestun réttaráhrifa.

Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Beiðni barst frá lögmanni 30. maí 2023 sem óskaði eftir frestun réttaráhrifa í máli aðila. Lögmaður lagði ekki fram umboð sem sýndi fram á að honum hafi verið veitt sérstakt umboð til að gæta hagsmuna aðila. Með tölvubréfi kærunefndar, dags. 30. maí 2023, var lögmanni leiðbeint um að leggja fram slíkt umboð en engin svör bárust frá honum. Í fyrirliggjandi gögnum málsins liggur því ekki fyrir umboð frá umræddum lögmanni til handa aðila sem sýnir fram á að hann hafi heimild til þess að gæta hagsmuna aðila í málinu. Ljóst er að lögmaður getur ekki talist aðili málsins enda hefur hann ekki lögmætra hagsmuna að gæta varðandi ákvörðun Útlendingastofnunar, sem líkt og fyrr greinir snýr einungis að aðila. Í ljósi framangreinds telur kærunefnd því ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu.

Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða kærunefndar að vísa beri beiðni þessari frá nefndinni.


 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um frestun réttaráhrifa úrskurðar kærunefndar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.

 

The request for suspension of legal effects is dismissed.

 

Fyrir hönd kærunefndar útlendingamála,

 

Jóna Aðalheiður Pálmadóttir, settur varaformaður


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum