Hoppa yfir valmynd
Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

Mál nr. 551/2023-Úrskurður

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 551/2023

Mánudaginn 11. desember 2023

A

gegn

barnaverndarþjónustu B

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Björn Jóhannesson lögfræðingur og Guðfinna Eydal sálfræðingur.

Með kæru, dags. 17. nóvember 2023, barst kæra A, vegna framkomu fósturforeldra gagnvart börnum kæranda.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kæra barst úrskurðarnefnd velferðarmála 17. nóvember 2023. Samkvæmt upplýsingum frá barnaverndarþjónustu B hefur engin ákvörðun verið tekin í málinu. Þá liggur fyrir að kærandi hefur kvartað til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála vegna málsins sem tók  málið til skoðunar.

Frekari gagna var ekki aflað vegna kærunnar.

II.  Sjónarmið kæranda

Í kæru kemur fram að kærð sé framkoma fósturforeldra gagnvart börnum kæranda. Kærandi gerir kröfu um að börnin verði fjarlægð af fósturheimilinu á meðan verið sé að rannsaka meint ofbeldi þeirra gagnvart börnum hennar. Kærandi kveðst hafa leitað til lögreglu með málið.

III.  Niðurstaða

Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. bvl. geta aðilar barnaverndarmáls skotið úrskurði eða ákvörðun samkvæmt 6. gr. laganna til úrskurðarnefndar velferðarmála innan fjögurra vikna frá því að viðkomandi var tilkynnt um úrskurð eða ákvörðun.

Hlutverk úrskurðarnefndar velferðarmála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar, sbr. 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Í XII. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002 er fjallað um ráðstöfun barna í fóstur. Í 65. gr. a. er fjallað um hvaða almennar kröfur eru gerar til fósturforeldra. Þá er í fjallað um leyfisveitingar og skilyrði þess að taka börn í fóstur. Samkvæmt 13. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur stofnunin við ábendingum um þjónustu undir eftirliti stofnunarinnar sem er ekki í samræmi við gæðaviðmið eða ákvæði laga, reglugerða, reglna og leiðbeininga. Samkvæmt upplýsingum frá barnaverndarþjónustu B hefur kærandi þegar sent erindi til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Þar sem í málinu liggur ekki fyrir ákvörðun eða úrskurður sem hægt er að kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála er kæru vísað frá úrskurðarnefndinni.


Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Kári Gunndórsson

 

 

 

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum